Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Instagram Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT Golf Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT
Golf Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira