Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00