Fjölbreyttar raddir saxófónsins Jónas Sen skrifar 12. apríl 2017 11:30 „Glæsilegur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara,“ segir dómarinn um Íslenska saxófónkvartettinn. Þegar ég fór á saxófóntónleika í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið hélt ég að ég væri að fara að hlusta á djass. Það er ekki óeðlilegt. Saxófónninn er áberandi í djassinum. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að hann er fyllilega gjaldgengur í annarskonar tónlist líka. Tónleikarnir byrjuðu með draumkenndu verki eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt. Þetta er upphaflega kórtónsmíð við texta trúarjátningarinnar, en síðar útsett fyrir strengi. Hér lék Íslenski saxófónkvartettinn það, og flutningurinn kom verulega á óvart. Saxófónninn hefur orð á sér fyrir að vera frekar harðneskjulegt hljóðfæri. Vissulega getur tónninn úr honum verið hvass. En núna var mýktin allsráðandi. Leikið var á mismunandi gerðir saxófóna; bassa, tenór, alt og sópran og því voru raddirnar ólíkar og heildarhljómurinn breiður. Útkoman var hrífandi fögur. Á tímabili var samtímatónlist óskapleg óvinsæl, því hún þótti flókin og ljót. Pärt naut hinsvegar á þessum tíma gríðarlegrar hylli fyrir einfaldan og áheyrilegan stíl sinn. Mínímalismi Philip Glass, Steve Reich og annarra féll einnig í kramið hjá fólki. Þar eru sömu tónahendingarnar endurteknar í sífellu. Þær taka þó smám saman breytingum, auk þess sem stef bætast við og önnur hverfa. Boðið var upp á slíka tónlist á tónleikunum, því leikinn var Saxófónkvartett eftir Philip Glass. Skemmst er að minnast glæsilegra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu þar sem hann lék etýður eftir Glass. Þær voru margar nokkuð einfaldar og endurtekningarsamar, en kvartettinn var fjölbreyttari. Aldrei var dvalið of lengi við það sama. Útkoman var skemmtilega frískleg, full af snerpu og óvæntum uppákomum. Franskt stykki eftir Eugene Bozza, Andante et Scherzo virkaði líka ágætlega. Tónmálið var líflegt og skreytt fallegum hljómum sem fjórmenningarnir útfærðu af nostursemi. Frumflutt tónsmíð eftir Svein Lúðvík Björnsson olli hinsvegar vonbrigðum. Sveinn hefur samið mörg mögnuð tónverk, en þarna hefur honum brugðist bogalistin. Tónlistin var hryssingsleg og fráhrindandi, það var eins og að Sveinn væri að leita að öllum neikvæðustu hliðum saxófónsins til að gera sem mest úr þeim. Sumum kann að finnast það gaman, en undirritaður er ekki einn af þeim. Hin svokallaða Saga tangósins eftir Piazzolla gerði sig ekki heldur, þó hún hafi komið miklu betur út. Þetta er um 20 mínútna löng tónsmíð í nokkrum köflum. Þeir eru í stíl ólíkra birtingarmynda tangósins eftir tímabilum og landsvæðum. Tónlistin var samin fyrir flautu og gítar og þannig er hún mjög létt og fjörleg, en á tónleikunum var hún nokkuð þunglamaleg. Mjúkir hljómar gítarsins skiluðu sér ekki almennilega í samspili saxófónleikaranna. Kvikar laglínur flautunnar virkuðu óþægilega grófar. Taka skal fram að ekki var upp á sjálfan flutninginn að klaga, sem var hinn fagmannlegasti. Sumar útsetningar og umritanir ganga hreinlega ekki upp. Íslenski saxófónkvartettinn er tíu ára og voru tónleikarnir haldnir til að fagna því. Þetta er glæsilegur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara og er honum óskað til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Tilkomumikill hljóðfæraleikur og efnisskráin var oft skemmtileg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þegar ég fór á saxófóntónleika í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið hélt ég að ég væri að fara að hlusta á djass. Það er ekki óeðlilegt. Saxófónninn er áberandi í djassinum. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að hann er fyllilega gjaldgengur í annarskonar tónlist líka. Tónleikarnir byrjuðu með draumkenndu verki eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt. Þetta er upphaflega kórtónsmíð við texta trúarjátningarinnar, en síðar útsett fyrir strengi. Hér lék Íslenski saxófónkvartettinn það, og flutningurinn kom verulega á óvart. Saxófónninn hefur orð á sér fyrir að vera frekar harðneskjulegt hljóðfæri. Vissulega getur tónninn úr honum verið hvass. En núna var mýktin allsráðandi. Leikið var á mismunandi gerðir saxófóna; bassa, tenór, alt og sópran og því voru raddirnar ólíkar og heildarhljómurinn breiður. Útkoman var hrífandi fögur. Á tímabili var samtímatónlist óskapleg óvinsæl, því hún þótti flókin og ljót. Pärt naut hinsvegar á þessum tíma gríðarlegrar hylli fyrir einfaldan og áheyrilegan stíl sinn. Mínímalismi Philip Glass, Steve Reich og annarra féll einnig í kramið hjá fólki. Þar eru sömu tónahendingarnar endurteknar í sífellu. Þær taka þó smám saman breytingum, auk þess sem stef bætast við og önnur hverfa. Boðið var upp á slíka tónlist á tónleikunum, því leikinn var Saxófónkvartett eftir Philip Glass. Skemmst er að minnast glæsilegra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu þar sem hann lék etýður eftir Glass. Þær voru margar nokkuð einfaldar og endurtekningarsamar, en kvartettinn var fjölbreyttari. Aldrei var dvalið of lengi við það sama. Útkoman var skemmtilega frískleg, full af snerpu og óvæntum uppákomum. Franskt stykki eftir Eugene Bozza, Andante et Scherzo virkaði líka ágætlega. Tónmálið var líflegt og skreytt fallegum hljómum sem fjórmenningarnir útfærðu af nostursemi. Frumflutt tónsmíð eftir Svein Lúðvík Björnsson olli hinsvegar vonbrigðum. Sveinn hefur samið mörg mögnuð tónverk, en þarna hefur honum brugðist bogalistin. Tónlistin var hryssingsleg og fráhrindandi, það var eins og að Sveinn væri að leita að öllum neikvæðustu hliðum saxófónsins til að gera sem mest úr þeim. Sumum kann að finnast það gaman, en undirritaður er ekki einn af þeim. Hin svokallaða Saga tangósins eftir Piazzolla gerði sig ekki heldur, þó hún hafi komið miklu betur út. Þetta er um 20 mínútna löng tónsmíð í nokkrum köflum. Þeir eru í stíl ólíkra birtingarmynda tangósins eftir tímabilum og landsvæðum. Tónlistin var samin fyrir flautu og gítar og þannig er hún mjög létt og fjörleg, en á tónleikunum var hún nokkuð þunglamaleg. Mjúkir hljómar gítarsins skiluðu sér ekki almennilega í samspili saxófónleikaranna. Kvikar laglínur flautunnar virkuðu óþægilega grófar. Taka skal fram að ekki var upp á sjálfan flutninginn að klaga, sem var hinn fagmannlegasti. Sumar útsetningar og umritanir ganga hreinlega ekki upp. Íslenski saxófónkvartettinn er tíu ára og voru tónleikarnir haldnir til að fagna því. Þetta er glæsilegur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara og er honum óskað til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Tilkomumikill hljóðfæraleikur og efnisskráin var oft skemmtileg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira