Lausaganga ferðafólks Þorvaldur Gylfason skrifar 13. apríl 2017 07:00 Offjölgun ferðamanna er vel þekkt viðfangsefni víða um lönd. Úti í heimi er því til staðar dýrmæt reynsla af réttum og röngum viðbrögðum heimamanna við slíkri offjölgun.Frá Feneyjum… Byrjum í Feneyjum, einni sögufrægustu og fegurstu borg Evrópu. Íbúafjöldi gömlu borgarinnar var á bilinu 100 til 150 þúsund frá miðri 16. öld til aldamótanna 1900, nálgaðist síðan 200 þúsund manns um 1960 og er nú kominn niður í 50 til 55 þúsund. Íbúum Feneyja hefur sem sagt fækkað um tvo þriðju frá fyrri tíð. Fækkunin hefur einkum átt sér stað síðustu áratugi þar eð heimamenn hafa lagt á flótta undan ágangi ferðamanna. Fjöldi ferðafólks sem heimsækir borgina nú nemur um 25 til 30 milljónum á hverju ári. Ör fjölgun síðustu ára stafar m.a. af tíðum heimsóknum stórra skemmtiferðaskipa sem yfirvöldin leyfa sumum að leggjast að bryggju við Markúsartorgið í hjarta borgarinnar þar sem skipin gnæfa yfir miðaldaminjarnar. Svo rammt kveður að traðakinu og útlitsspjöllunum að Sameinuðu þjóðirnar segjast munu setja Feneyjar á lista yfir heimsminjar í útrýmingarhættu ef borgaryfirvöld taka sig ekki á. Vandi Feneyja er tvíþættur. Íbúarnir flýja og borgin drabbast niður. Hægt hefði verið að stemma stigu fyrir áníðslunni með gjaldheimtu til að halda borginni í byggð og vernda minjarnar en borgaryfirvöldin brugðust ekki við ítrekuðum áskorunum í þá veru fyrr en 2011 með innheimtu lítils háttar gistináttagjalds. Gjaldið nær ekki til langstærsta hópsins, þeirra sem heimsækja borgina yfir daginn og skilja lítið sem ekkert eftir. Við eigum eftir að sjá hvort yfirvöldin bregðast við áskorun SÞ frá í fyrra. Framtíð Feneyja er ekki einkamál Feneyinga eða Ítala.…um Máritíus og Barbados… Eyjan fagra í Indlandshafi, Máritíus, er annar handleggur. Þar réðu tiltölulega fáir sykurekrueigendur lögum og lofum á fyrri tíð þar eð sykur var helzta útflutningsafurð eyjarskeggja. Þegar skemmtiferðir færðust í vöxt eftir 1960 og venjulegt fólk hafði loksins efni á utanferðum varð Máritíus smám saman vinsæll áfangastaður ferðafólks. Ferðaútvegurinn varð á skömmum tíma helzti útflutningsatvinnuvegur landsmanna. Þessum umskiptum fylgdi aukin valddreifing þar eð eignarhald fyrirtækja í ferðaútveginum er tiltölulega dreift í andstöðumerkingu við samþjappað eignarhald á sykurekrunum. Lítil fjölskylduhótel og litlir veitingastaðir kepptu við stór hótel og keðjur. Yfirgangur gömlu sykurgreifanna hreif ekki lengur. Þið sjáið hvert ég er að fara. Við bættist umhyggja stjórnvalda fyrir umhverfinu. Leiguflug til Máritíus var ekki leyft heldur aðeins áætlunarflug. Þetta var gert til að halda fjölda ferðamanna í skefjum. Skv. tölum Alþjóðabankans kom rösklega ein milljón ferðamanna til Máritíus 2014 sem er drjúg tvöföldun frá 1995. Íbúafjöldinn á Máritíus er 1,3 milljónir. Til samanburðar við aðra ferðaparadís kom hálf milljón ferðamanna til Karíbahafseyjarinnar Barbados 2014 borið saman við 400 þúsund 1995, fimmtungsaukning sem sagt. Íbúafjöldi Barbados er innan við 300 þúsund. Bæði eyríkin leggja þunga áherzlu á umhverfisholla hágæðaþjónustu handa hóflegum fjölda ferðamanna til að treysta ferðaútveginn í sessi sem sjálfbæran og varanlegan máttarstólpa efnahagslífsins.…til Íslands Hingað heim kom ein milljón ferðamanna 2014 skv. tölum Alþjóðabankans og Ferðamálastofu borið saman við 200 þúsund 1995, fimmföldun sem sagt. Fjöldi ferðamanna var 1,8 milljónir í fyrra, 2016, og það gerir þá níföldun frá 1995. Vissulega hefur fjölgun ferðamanna örvað efnahagslífið eins og ráða má t.d. af iðandi mannlífi á götum Reykjavíkur sem áður voru fáfarnar. Á móti kemur ónæði af völdum ferðamanna, m.a. stóraukin umferð í borginni og úti á vegum. Hringveginum, sjálfri þjóðbrautinni, hefur verið lýst sem hættulegasta ferðamannastað landsins. Margt má hafa til marks um hömluleysið í ferðaútveginum og meðvirkni sinnulausra stjórnvalda sem hafa orðið uppvís að margfaldri vanrækslu. Stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu innviða til að hægt sé að taka sómasamlega á móti ferðamönnum. Þau hafa ekki svo vitað sé látið fara fram úttekt á umhverfisáhrifum ferðabyltingarinnar. Þau hafa líkt og borgaryfirvöld í Feneyjum gerðu lengi vel hunzað tillögur um gjaldheimtu, sama úrræði og hefði dugað bezt til að tryggja hagkvæma og réttláta fiskveiðistjórn og myndi nú duga til að tempra fjölgun ferðamanna; boðuð færsla ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskatts er þó skref í rétta átt. Og þau sýna engin merki þess enn að þau hafi hug á að þiggja ráð frá þeim sem mestum árangri hafa náð í sjálfbærum ferðaútvegi, t.d. á Barbados og Máritíus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Offjölgun ferðamanna er vel þekkt viðfangsefni víða um lönd. Úti í heimi er því til staðar dýrmæt reynsla af réttum og röngum viðbrögðum heimamanna við slíkri offjölgun.Frá Feneyjum… Byrjum í Feneyjum, einni sögufrægustu og fegurstu borg Evrópu. Íbúafjöldi gömlu borgarinnar var á bilinu 100 til 150 þúsund frá miðri 16. öld til aldamótanna 1900, nálgaðist síðan 200 þúsund manns um 1960 og er nú kominn niður í 50 til 55 þúsund. Íbúum Feneyja hefur sem sagt fækkað um tvo þriðju frá fyrri tíð. Fækkunin hefur einkum átt sér stað síðustu áratugi þar eð heimamenn hafa lagt á flótta undan ágangi ferðamanna. Fjöldi ferðafólks sem heimsækir borgina nú nemur um 25 til 30 milljónum á hverju ári. Ör fjölgun síðustu ára stafar m.a. af tíðum heimsóknum stórra skemmtiferðaskipa sem yfirvöldin leyfa sumum að leggjast að bryggju við Markúsartorgið í hjarta borgarinnar þar sem skipin gnæfa yfir miðaldaminjarnar. Svo rammt kveður að traðakinu og útlitsspjöllunum að Sameinuðu þjóðirnar segjast munu setja Feneyjar á lista yfir heimsminjar í útrýmingarhættu ef borgaryfirvöld taka sig ekki á. Vandi Feneyja er tvíþættur. Íbúarnir flýja og borgin drabbast niður. Hægt hefði verið að stemma stigu fyrir áníðslunni með gjaldheimtu til að halda borginni í byggð og vernda minjarnar en borgaryfirvöldin brugðust ekki við ítrekuðum áskorunum í þá veru fyrr en 2011 með innheimtu lítils háttar gistináttagjalds. Gjaldið nær ekki til langstærsta hópsins, þeirra sem heimsækja borgina yfir daginn og skilja lítið sem ekkert eftir. Við eigum eftir að sjá hvort yfirvöldin bregðast við áskorun SÞ frá í fyrra. Framtíð Feneyja er ekki einkamál Feneyinga eða Ítala.…um Máritíus og Barbados… Eyjan fagra í Indlandshafi, Máritíus, er annar handleggur. Þar réðu tiltölulega fáir sykurekrueigendur lögum og lofum á fyrri tíð þar eð sykur var helzta útflutningsafurð eyjarskeggja. Þegar skemmtiferðir færðust í vöxt eftir 1960 og venjulegt fólk hafði loksins efni á utanferðum varð Máritíus smám saman vinsæll áfangastaður ferðafólks. Ferðaútvegurinn varð á skömmum tíma helzti útflutningsatvinnuvegur landsmanna. Þessum umskiptum fylgdi aukin valddreifing þar eð eignarhald fyrirtækja í ferðaútveginum er tiltölulega dreift í andstöðumerkingu við samþjappað eignarhald á sykurekrunum. Lítil fjölskylduhótel og litlir veitingastaðir kepptu við stór hótel og keðjur. Yfirgangur gömlu sykurgreifanna hreif ekki lengur. Þið sjáið hvert ég er að fara. Við bættist umhyggja stjórnvalda fyrir umhverfinu. Leiguflug til Máritíus var ekki leyft heldur aðeins áætlunarflug. Þetta var gert til að halda fjölda ferðamanna í skefjum. Skv. tölum Alþjóðabankans kom rösklega ein milljón ferðamanna til Máritíus 2014 sem er drjúg tvöföldun frá 1995. Íbúafjöldinn á Máritíus er 1,3 milljónir. Til samanburðar við aðra ferðaparadís kom hálf milljón ferðamanna til Karíbahafseyjarinnar Barbados 2014 borið saman við 400 þúsund 1995, fimmtungsaukning sem sagt. Íbúafjöldi Barbados er innan við 300 þúsund. Bæði eyríkin leggja þunga áherzlu á umhverfisholla hágæðaþjónustu handa hóflegum fjölda ferðamanna til að treysta ferðaútveginn í sessi sem sjálfbæran og varanlegan máttarstólpa efnahagslífsins.…til Íslands Hingað heim kom ein milljón ferðamanna 2014 skv. tölum Alþjóðabankans og Ferðamálastofu borið saman við 200 þúsund 1995, fimmföldun sem sagt. Fjöldi ferðamanna var 1,8 milljónir í fyrra, 2016, og það gerir þá níföldun frá 1995. Vissulega hefur fjölgun ferðamanna örvað efnahagslífið eins og ráða má t.d. af iðandi mannlífi á götum Reykjavíkur sem áður voru fáfarnar. Á móti kemur ónæði af völdum ferðamanna, m.a. stóraukin umferð í borginni og úti á vegum. Hringveginum, sjálfri þjóðbrautinni, hefur verið lýst sem hættulegasta ferðamannastað landsins. Margt má hafa til marks um hömluleysið í ferðaútveginum og meðvirkni sinnulausra stjórnvalda sem hafa orðið uppvís að margfaldri vanrækslu. Stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu innviða til að hægt sé að taka sómasamlega á móti ferðamönnum. Þau hafa ekki svo vitað sé látið fara fram úttekt á umhverfisáhrifum ferðabyltingarinnar. Þau hafa líkt og borgaryfirvöld í Feneyjum gerðu lengi vel hunzað tillögur um gjaldheimtu, sama úrræði og hefði dugað bezt til að tryggja hagkvæma og réttláta fiskveiðistjórn og myndi nú duga til að tempra fjölgun ferðamanna; boðuð færsla ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskatts er þó skref í rétta átt. Og þau sýna engin merki þess enn að þau hafi hug á að þiggja ráð frá þeim sem mestum árangri hafa náð í sjálfbærum ferðaútvegi, t.d. á Barbados og Máritíus.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun