Skuldsetja sig vegna ferminga Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 12. apríl 2017 21:30 Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga. Fermingar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga.
Fermingar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira