Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 11:45 Ólafía Þórunn hefur nú keppt á fimm mótum á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu.Ólafía Þórunn var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Lotte/Hershey mótsins á Hawaii. Þetta var þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði frábærlega á fyrstu tveimur mótunum og komst þá í gegnum niðurskurðinn. „Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að... eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá,“ segir Ólafía Þórunn í pistli sínum. „Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.“ Ólafía Þórunn segist hafa sett of mikla pressu á sjálfa sig að undanförnu og þurfi að slaka betur á og einbeita sér að golfinu. Pistil Ólafíu Þórunnar má lesa hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu.Ólafía Þórunn var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Lotte/Hershey mótsins á Hawaii. Þetta var þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði frábærlega á fyrstu tveimur mótunum og komst þá í gegnum niðurskurðinn. „Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að... eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá,“ segir Ólafía Þórunn í pistli sínum. „Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.“ Ólafía Þórunn segist hafa sett of mikla pressu á sjálfa sig að undanförnu og þurfi að slaka betur á og einbeita sér að golfinu. Pistil Ólafíu Þórunnar má lesa hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00
Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58