Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent