Stefnir í 30 milljón bíla sölu í Kína í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 09:34 Bílaumferð í Kína. Sala bíla í Kína, stærsta bílamarkaði heims, á fyrsta ársfjórðungi ársins fór fram úr spám sérfræðinga. Gert hafði verið ráð fyrir 5% vexti á milli ára en hann reyndist 7%. Í mars einum seldust 2,5 milljón bílar, en það er 125 sinnum meira en búast má að seljist af bílum hér á landi allt árið. Sú aðgerð stjórnvalda í Kína að hækka skatta á bíla með 1,6 lítra vélar eða minni um síðustu áramót frá 5% í 7,5% virðist ekki hafa minnkað eftirspurnina, en við því hafði verið búist. Þessi skattur mun svo hækka í 10% á næsta ári, en tímabundinn lægri skattur á bíla með lítið sprengirými var settur á til að auka sölu á sparneytnum og minna mengandi bílum í landinu. Bandarísku bílaframleiðendunum Ford og GM hefur gengið afar vel að selja bíla sína í Kína á undanförnum árum, en nú virðist kominn mótvindur í seglin og Ford býst við minnkandi sölu í ár og GM upplifði samdrátt á fyrsta fjórðungnum um 5,2%. Annað er uppá teningnum hjá frmleiðendum eins og Honda sem býður gott úrval af jepplingum en þar varð vöxtur uppá 16,6% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Ef fer fram sem horfir með góðan vöxt í bílasölu í Kína gæti heildarsalan náð 30 milljónum bíla, en sem dæmi þá seldust um 17,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum í fyrra, næst stærsta bílamarkaði heims. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Sala bíla í Kína, stærsta bílamarkaði heims, á fyrsta ársfjórðungi ársins fór fram úr spám sérfræðinga. Gert hafði verið ráð fyrir 5% vexti á milli ára en hann reyndist 7%. Í mars einum seldust 2,5 milljón bílar, en það er 125 sinnum meira en búast má að seljist af bílum hér á landi allt árið. Sú aðgerð stjórnvalda í Kína að hækka skatta á bíla með 1,6 lítra vélar eða minni um síðustu áramót frá 5% í 7,5% virðist ekki hafa minnkað eftirspurnina, en við því hafði verið búist. Þessi skattur mun svo hækka í 10% á næsta ári, en tímabundinn lægri skattur á bíla með lítið sprengirými var settur á til að auka sölu á sparneytnum og minna mengandi bílum í landinu. Bandarísku bílaframleiðendunum Ford og GM hefur gengið afar vel að selja bíla sína í Kína á undanförnum árum, en nú virðist kominn mótvindur í seglin og Ford býst við minnkandi sölu í ár og GM upplifði samdrátt á fyrsta fjórðungnum um 5,2%. Annað er uppá teningnum hjá frmleiðendum eins og Honda sem býður gott úrval af jepplingum en þar varð vöxtur uppá 16,6% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Ef fer fram sem horfir með góðan vöxt í bílasölu í Kína gæti heildarsalan náð 30 milljónum bíla, en sem dæmi þá seldust um 17,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum í fyrra, næst stærsta bílamarkaði heims.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent