Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 05:15 Söngfjelagið er kór sem Hilmar Örn stjórnar og hefur skapað hefðir. Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21. Menning Kórar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21.
Menning Kórar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira