Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 05:15 Söngfjelagið er kór sem Hilmar Örn stjórnar og hefur skapað hefðir. Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21. Menning Kórar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21.
Menning Kórar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira