Þetta voru aprílgöbbin í ár: Karnival í Helguvík og Subway-ís Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 23:35 Aprílgöbbin voru fjölbreytt í ár. Vísir/Skjáskot Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot Aprílgabb Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira