Ábending frá sjónvarpsáhorfanda réði úrslitum á fyrsta risamóti ársins | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2017 08:24 Lexi Thompson var í öngum sínum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017 Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira