Rúnar Alex: Viðurkenni að ég var svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson heldur einum af landsliðsmarkvörðum Svía á bekknum hjá Nordsjælland. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira