Allsherjar úttekt í undirbúningi á United Silicon og aðlögunartíma hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 20:00 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir. United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56