Stony landaði hlutverki í mynd með Terrence Howard, Cara Delevinge og Jaden Smith Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 14:30 Stony er heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, hefur landað hlutverki í kvikmyndinni Life in a Year. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Miðjan. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Terrence Howard, ofurmódelið Cara Delevinge og Jaden Smith, sonur Jada Pinkett Smith og Will Smith. Leikstjóri myndarinnar er Mitja Okorn en hún verður frumsýnd árið 2018. Um er að ræða rómantíska kvikmynd um 17 ára dreng sem fær þær fréttir að kærastan hans er að deyja. Hann setur sér það markmið að gefa henni heila ævi á aðeins einu ári, og fara þau saman í ferðalag og reyna upplifa eins mikið og þau geta. Jaden Smith leikur 17 ára drenginn en Stony fer með hlutverk besta vinar hans. Cara Delevinge fer með hlutverk kærustunnar sem ber nafnið Isabell og fær hún þær fréttir að hún á aðeins eitt ár eftir ólifað. Sjá einnig: Stony í nýjum þætti á Nickelodeon Á dögunum greindi Vísir frá því að Stony fari með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Hunter Street sem frumsýndir voru á bandarísku barnastöðinni Nickelodeon á dögunum og það er því nóg að gera hjá þessum norðlenska þúsundþjalasmið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, hefur landað hlutverki í kvikmyndinni Life in a Year. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Miðjan. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Terrence Howard, ofurmódelið Cara Delevinge og Jaden Smith, sonur Jada Pinkett Smith og Will Smith. Leikstjóri myndarinnar er Mitja Okorn en hún verður frumsýnd árið 2018. Um er að ræða rómantíska kvikmynd um 17 ára dreng sem fær þær fréttir að kærastan hans er að deyja. Hann setur sér það markmið að gefa henni heila ævi á aðeins einu ári, og fara þau saman í ferðalag og reyna upplifa eins mikið og þau geta. Jaden Smith leikur 17 ára drenginn en Stony fer með hlutverk besta vinar hans. Cara Delevinge fer með hlutverk kærustunnar sem ber nafnið Isabell og fær hún þær fréttir að hún á aðeins eitt ár eftir ólifað. Sjá einnig: Stony í nýjum þætti á Nickelodeon Á dögunum greindi Vísir frá því að Stony fari með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Hunter Street sem frumsýndir voru á bandarísku barnastöðinni Nickelodeon á dögunum og það er því nóg að gera hjá þessum norðlenska þúsundþjalasmið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein