Konur laga líka Hildur Björnsdóttir skrifar 7. apríl 2017 07:00 Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Ég stend í framkvæmdum. Stórræðum. Bý fjölskyldunni hreiður. Breyti og bæti. Umturna. Þetta geri ég ekki einsömul. Herdeildir iðnlærðra meðferðis. Lausnamiðað verksvit þeirra töfrum líkast. Fyllir mann vanmætti og lotningu. Það eru fáar starfsstéttir sem kalla fram viðlíka viðbrögð. Fáir þykja mér jafn flinkir. Sniðugir og snjallir. Ég fyllist vanmáttarkennd. Þegar sonurinn var tvævetur bilaði ljósabúnaður heimilisins. Vandamálið slíkt að til þurfti fagmann. Drengurinn setti í brýrnar og sagði ákveðinn: „Við þurfum að hringja í manninn.“ Ég svaraði um hæl: „Nei, við þurfum að hringja í konuna.“ Við tók uppeldisfræðileg leit að kvenkyns rafvirkja. Konan var vandfundin. Nokkurs konar nál í heystakki. Hún kom þó í leitirnar – og drengurinn skyldi berja hana augum – sjá konuna laga búnaðinn. Því konur laga líka. Mörgum iðngreinum fylgir karllæg ímynd. Hughrif um kröftugan karl. Stöndugan og sterkan. Stæðilegan. Meirihlutinn er kannski karlkyns – en iðnlærðum konum fjölgar. Námsval er mörgum ógnvekjandi völundarhús. Leiðarvalið afdrifaríkt fyrir framhaldið allt. Það vill enginn enda í öngstræti. Á vegferðinni mættu fleiri beina sjónum að iðnnámi. Ekki síður stúlkur en drengir. Möguleikarnir margs konar, atvinnuhorfurnar góðar og tekjumöguleikarnir miklir. Svo ekki sé minnst á lotningu mína – og auðvitað alla töfrana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Ég stend í framkvæmdum. Stórræðum. Bý fjölskyldunni hreiður. Breyti og bæti. Umturna. Þetta geri ég ekki einsömul. Herdeildir iðnlærðra meðferðis. Lausnamiðað verksvit þeirra töfrum líkast. Fyllir mann vanmætti og lotningu. Það eru fáar starfsstéttir sem kalla fram viðlíka viðbrögð. Fáir þykja mér jafn flinkir. Sniðugir og snjallir. Ég fyllist vanmáttarkennd. Þegar sonurinn var tvævetur bilaði ljósabúnaður heimilisins. Vandamálið slíkt að til þurfti fagmann. Drengurinn setti í brýrnar og sagði ákveðinn: „Við þurfum að hringja í manninn.“ Ég svaraði um hæl: „Nei, við þurfum að hringja í konuna.“ Við tók uppeldisfræðileg leit að kvenkyns rafvirkja. Konan var vandfundin. Nokkurs konar nál í heystakki. Hún kom þó í leitirnar – og drengurinn skyldi berja hana augum – sjá konuna laga búnaðinn. Því konur laga líka. Mörgum iðngreinum fylgir karllæg ímynd. Hughrif um kröftugan karl. Stöndugan og sterkan. Stæðilegan. Meirihlutinn er kannski karlkyns – en iðnlærðum konum fjölgar. Námsval er mörgum ógnvekjandi völundarhús. Leiðarvalið afdrifaríkt fyrir framhaldið allt. Það vill enginn enda í öngstræti. Á vegferðinni mættu fleiri beina sjónum að iðnnámi. Ekki síður stúlkur en drengir. Möguleikarnir margs konar, atvinnuhorfurnar góðar og tekjumöguleikarnir miklir. Svo ekki sé minnst á lotningu mína – og auðvitað alla töfrana.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun