Nístandi naumhyggja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2017 07:00 Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun