Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg var að vonum ánægð með fyrsta landsliðsmarkið sitt. vísir/anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54