Johnson: Þetta er hrikalega svekkjandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Johnson gengur hér svekktur á brott eftir að hafa dregið sig úr keppni á Masters. vísir/getty Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“ Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“
Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16