Búnar að klikka á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 15:15 Tavelyn Tillman. Vísir/Andri Marinó Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira