Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2017 11:45 Ummælin í umfjöllun Hringbrautar um Guðmund Spartakus voru býsna afdráttarlaus en Sigmundur Ernir telst saklaus meðal annars vegna þess að um tilvitnanir í aðra miðla var að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent