Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 12:45 Malín Brand. vísir/gva Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, segir að sín fyrstu viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjárkúgunarmáli Malínar og systur hennar, Hlínar Einarsdóttur, séu þau að dómurinn sé of þungur. Hann hafi rætt við Malín eftir að dómurinn féll en segir ekki ákveðið hvort honum áfrýjað. Þau muni á næstu dögum ákveða framhaldið. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir í samtali við Vísi. Systurnar voru báðar dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, en þær voru annars vegar dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen í apríl 2015 og hins vegar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í maí 2015.Segir hlutverk Malínar hafa verið minna Við þingfestingu málsins játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín játaði hlutdeild málinu en neitaði samverknaði þó að systurnar hafi í raun verið ákærðar fyrir sama brotið og fá svo sama dóminn. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari sem mætt var við dómsuppsöguna fyrir hönd ákæruvaldsins, sagði í samtali við fréttamann 365 í héraðsdómi í hádeginu að niðurstaðan væri í samræmi við það sem lagt hafði verið upp með. Hún teldi því ólíklegt að málinu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en tók þó fram að það ætti eftir að fara yfir dóminn og taka formlega afstöðu til þess.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, segir að sín fyrstu viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjárkúgunarmáli Malínar og systur hennar, Hlínar Einarsdóttur, séu þau að dómurinn sé of þungur. Hann hafi rætt við Malín eftir að dómurinn féll en segir ekki ákveðið hvort honum áfrýjað. Þau muni á næstu dögum ákveða framhaldið. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir í samtali við Vísi. Systurnar voru báðar dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, en þær voru annars vegar dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen í apríl 2015 og hins vegar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í maí 2015.Segir hlutverk Malínar hafa verið minna Við þingfestingu málsins játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín játaði hlutdeild málinu en neitaði samverknaði þó að systurnar hafi í raun verið ákærðar fyrir sama brotið og fá svo sama dóminn. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari sem mætt var við dómsuppsöguna fyrir hönd ákæruvaldsins, sagði í samtali við fréttamann 365 í héraðsdómi í hádeginu að niðurstaðan væri í samræmi við það sem lagt hafði verið upp með. Hún teldi því ólíklegt að málinu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en tók þó fram að það ætti eftir að fara yfir dóminn og taka formlega afstöðu til þess.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira