Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 12:51 Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, Malín Brand, Kolbrún Garðarsdóttir, verjandi Hlínar, og Hlín Einarsdóttir í dómasal þegar málið var þingfest. vísir/eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45