Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 16:41 Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra. Vísir/Eyþór Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það „galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. Það gerðist hins vegar ekki en Malín kvaðst fyrir dómi hafa reynt að draga úr systur sinni og telja henni hughvarf. Hlín sagði hins vegar fyrir dómi að Malín hefði ekki gert neitt slíkt:Gættu þess sérstaklega að það kæmu ekki fingraför „Hún hefði tekið fullan þátt í framkvæmdinni og verið 50% þátttakandi allan tímann. Hún hefði aldrei reynt að draga úr henni eða telja henni hughvarf. Ákærða hefði skrifað bréfin en meðákærða sett þau á minniskubb og gert smávægilega breytingar. Meðákærða hefði svo prentað bréfin út í vinnunni. Hún hefði verið jafnspennt yfir þessu. Þær hefðu ekið saman í Hafnarfjörð og valið stað til afhendingar peninganna. Þær hefðu svo farið og keypt umslög og frímerki. Þær hefðu gætt þess sérstaklega að ekki kæmu fingraför. Bréfin hefðu orðið tvö þar sem meðákærða hefði gleymt að setja hnitin inn í fyrra bréfið. Hún hefði sjálf farið með það bréf heim til aðstoðarmanns forsætisráðherra en hitt bréfið hefði hún sett í póst í Grafarvogi. Þær hefðu svo farið saman á afhendingarstaðinn. Meðákærða hefði komið með kíki og myndavél. Hún hefði fengið lánaða bifreið til þess að þær myndu ekki þekkjast. Meðákærða hefði svo flett upp númerum nálægra bifreiða til þess að gæta þess að ekki væri um lögregluna að ræða. Hún hefði tekið upp hljóð af hluta samskipta þeirra meðan á þessu hafi staðið. Ákærða kvað þær hafa ætlað að skipta fjárhæðinni til helminga. Ástæða þessa hefði verið fjárhagsskortur þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms þar sem framburður Hlínar fyrir dómi er rakinn.Kvaðst iðrast aðkomu sinnar að málinu Malín taldi hins vegar að hún hefði ekki verið þátttakandi í atburðarásinni við tilraunina til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð: „Ákærða taldi að hún hefði ekki verið þátttakandi í þessari atburðarás. Hún hefði strax frá upphafi sagt að þetta væri galið. Meðákærða, systir hennar, hefði komið til hennar hálfgrátandi í slæmu andlegu ástandi og beðið hana um aðstoð. Hún hefði þá prentað bréfin út fyrir hana vegna meðvirkni sinnar. Aðspurð kvað ákærða bréfin ekki hafa verið prentuð út á sama tíma og verið gæti að annað hefði verið skilið eftir í vinnunni hennar fyrir meðákærðu. Henni hefði ekki dottið í hug að hringja í lögreglu en hún hefði íhugað að fara með meðákærðu til læknis. Meðákærða hefði verið illa stödd andlega og ákærða hefði verið hrædd um hana. Ákærða kvaðst iðrast aðkomu sinnar að málinu. Hún sagði að hún hefði átt erfitt eftir að málið komst upp. Meðal annars hefði fjölmiðlaumfjöllun verið langvarandi og niðurlægjandi. Þá greindi hún frá núverandi aðstæðum sínum,“ segir í dómi héraðsdóms þar sem framburður Malínar fyrir dómnum er rakinn.Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Malín hafi reynt af fá Hlín ofan af áætlunum sínum Dómarinn í málinu féllst hins vegar ekki á þetta. Segir í niðurstöðu dómsins að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Malín hafi reynt að fá Hlín ofan af áætlunum sínum. Þá hafi Hlín alfarið hafnað því að Malín hafi gert eitthvað slíkt. Þá verði dómurinn að horfa til þess að Malín hafi fyrst heyrt af hugmyndinni um að kúga fé út úr forsætisráðherra þann 9. maí, eða 20 dögum áður en að systurnar voru handteknar. „Þegar litið er til þess hlutar ákærðu Y sem hún sjálf hefur líst er ekki hægt að líta svo á að hún hafi átt það veigalítinn þátt í brotunum sem líst er í 2. og 3. lið II. kafla ákærunnar að hún verði ekki talin aðalmaður. Þá styðja gögn málsins, sérstaklega skilaboð milli ákærðu, þá niðurstöðu. Er um verkskipta aðild ákærðu að ræða og teljast þær báðar vera aðalmenn í brotunum. Brot ákærðu Y eru því rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni,“ segir í niðurstöðu dómsins. Systurnar voru í dag dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir tilraun til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð og fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en hann greiddi þeim 700 þúsund krónur eftir að systurnar hótuðu því að kæra hann fyrir nauðgun gegn Hlín. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það „galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. Það gerðist hins vegar ekki en Malín kvaðst fyrir dómi hafa reynt að draga úr systur sinni og telja henni hughvarf. Hlín sagði hins vegar fyrir dómi að Malín hefði ekki gert neitt slíkt:Gættu þess sérstaklega að það kæmu ekki fingraför „Hún hefði tekið fullan þátt í framkvæmdinni og verið 50% þátttakandi allan tímann. Hún hefði aldrei reynt að draga úr henni eða telja henni hughvarf. Ákærða hefði skrifað bréfin en meðákærða sett þau á minniskubb og gert smávægilega breytingar. Meðákærða hefði svo prentað bréfin út í vinnunni. Hún hefði verið jafnspennt yfir þessu. Þær hefðu ekið saman í Hafnarfjörð og valið stað til afhendingar peninganna. Þær hefðu svo farið og keypt umslög og frímerki. Þær hefðu gætt þess sérstaklega að ekki kæmu fingraför. Bréfin hefðu orðið tvö þar sem meðákærða hefði gleymt að setja hnitin inn í fyrra bréfið. Hún hefði sjálf farið með það bréf heim til aðstoðarmanns forsætisráðherra en hitt bréfið hefði hún sett í póst í Grafarvogi. Þær hefðu svo farið saman á afhendingarstaðinn. Meðákærða hefði komið með kíki og myndavél. Hún hefði fengið lánaða bifreið til þess að þær myndu ekki þekkjast. Meðákærða hefði svo flett upp númerum nálægra bifreiða til þess að gæta þess að ekki væri um lögregluna að ræða. Hún hefði tekið upp hljóð af hluta samskipta þeirra meðan á þessu hafi staðið. Ákærða kvað þær hafa ætlað að skipta fjárhæðinni til helminga. Ástæða þessa hefði verið fjárhagsskortur þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms þar sem framburður Hlínar fyrir dómi er rakinn.Kvaðst iðrast aðkomu sinnar að málinu Malín taldi hins vegar að hún hefði ekki verið þátttakandi í atburðarásinni við tilraunina til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð: „Ákærða taldi að hún hefði ekki verið þátttakandi í þessari atburðarás. Hún hefði strax frá upphafi sagt að þetta væri galið. Meðákærða, systir hennar, hefði komið til hennar hálfgrátandi í slæmu andlegu ástandi og beðið hana um aðstoð. Hún hefði þá prentað bréfin út fyrir hana vegna meðvirkni sinnar. Aðspurð kvað ákærða bréfin ekki hafa verið prentuð út á sama tíma og verið gæti að annað hefði verið skilið eftir í vinnunni hennar fyrir meðákærðu. Henni hefði ekki dottið í hug að hringja í lögreglu en hún hefði íhugað að fara með meðákærðu til læknis. Meðákærða hefði verið illa stödd andlega og ákærða hefði verið hrædd um hana. Ákærða kvaðst iðrast aðkomu sinnar að málinu. Hún sagði að hún hefði átt erfitt eftir að málið komst upp. Meðal annars hefði fjölmiðlaumfjöllun verið langvarandi og niðurlægjandi. Þá greindi hún frá núverandi aðstæðum sínum,“ segir í dómi héraðsdóms þar sem framburður Malínar fyrir dómnum er rakinn.Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Malín hafi reynt af fá Hlín ofan af áætlunum sínum Dómarinn í málinu féllst hins vegar ekki á þetta. Segir í niðurstöðu dómsins að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Malín hafi reynt að fá Hlín ofan af áætlunum sínum. Þá hafi Hlín alfarið hafnað því að Malín hafi gert eitthvað slíkt. Þá verði dómurinn að horfa til þess að Malín hafi fyrst heyrt af hugmyndinni um að kúga fé út úr forsætisráðherra þann 9. maí, eða 20 dögum áður en að systurnar voru handteknar. „Þegar litið er til þess hlutar ákærðu Y sem hún sjálf hefur líst er ekki hægt að líta svo á að hún hafi átt það veigalítinn þátt í brotunum sem líst er í 2. og 3. lið II. kafla ákærunnar að hún verði ekki talin aðalmaður. Þá styðja gögn málsins, sérstaklega skilaboð milli ákærðu, þá niðurstöðu. Er um verkskipta aðild ákærðu að ræða og teljast þær báðar vera aðalmenn í brotunum. Brot ákærðu Y eru því rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni,“ segir í niðurstöðu dómsins. Systurnar voru í dag dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir tilraun til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð og fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en hann greiddi þeim 700 þúsund krónur eftir að systurnar hótuðu því að kæra hann fyrir nauðgun gegn Hlín.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51