Undrabarnið og mömmudrengurinn sem hlaut Pulitzer löngu eftir sinn dag Magnús Guðmundsson skrifar 8. apríl 2017 13:00 Götumynd frá New Orleans frá þeim tíma þegar John Kennedy Toole var að vaxa úr grasi. Nordic photos/Getty Nýverið kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi sagan Neonbiblían eftir bandaríska rithöfundinn John Kennedy Toole og því er ekki úr vegi að forvitnast aðeins hjá þýðandanum, Ugga Jónssyni, um höfundinn og verk hans sem komu ekki út fyrr en eftir að hann var allur. Uggi segir að John Kennedy Toole hafi ekki lifað langa ævi en að hún sé þó forvitnileg. „Hann fæddist 1937 í New Orleans í Louisiana-ríki og féll fyrir eigin hendi rétt rúmlega 31 ári síðar, árið 1969. Hann var síðbúið einkabarn og ólst upp við dálæti og mikla athygli, hvers konar listir og bókmenntir sem Thelma móðir hans hélt óspart að honum. Raunar gerði hún gott betur en það, því henni varð fljótlega mjög umhugað um það að sonur hennar skaraði fram úr á sem flestum sviðum og kæmist bókstaflega í sviðsljósið, reyndi að gera úr honum barnastjörnu og varð talsvert ágengt við það. Sjálf var hún menntuð í leiklist og tónlist og kenndi hvort tveggja, en að auki hafði hún aðstöðu og sambönd til að koma á laggirnar barnaleikhóp sem sýndi leikrit þar sem sonur hennar var í aðalhlutverki og svo kom hann fram í útvarpsþáttum og auglýsingum á barnsaldri. Hann var að segja má hennar stóra verkefni allt til æviloka hennar sjálfrar, og út yfir gröf og dauða í hans tilfelli.“Mamma og Pulitzer Uggi tekur ekki fyrir að móðir rithöfundarins virðist hafa verið nokkuð stjórnsöm og efalítið hafi hún haft mikil áhrif á það hvað úr honum varð eftir að hann óx úr grasi. „Þótt hún hafi trúlega ekki beinlínis hlutast til um það sem hann skrifaði, þá hefur hún efalítið sett mark sitt á vissar sögupersónur Tooles. Þeim mæðginum var raunar ekki alltaf sérstaklega vel til vina, en ofurtrú hennar á að sonur hennar væri snillingur var óbilandi. Og þetta gat raunar orðið pínlegt fyrir hann á stundum, því hún var langt í frá spör á háværar yfirlýsingar um framúrskarandi hæfileika hans. Og það er engan veginn ofsagt að hann hafði ótvíræða hæfileika sem rithöfundur, og eflaust hefði verið afar forvitnilegt að sjá þriðju bókina, sem hefði kannski orðið jafn ólík hinum tveimur og þær eru ólíkar hvor annarri.“ Uggi bætir við að það hafi í raun verið þessi trú Thelmu á snilligáfuna sem varð til þess um síðir að bækur hans komu út. „Móðir hans tók fram handritið að frægari bók Tooles, Aulabandalaginu (A Confederacy of Dunces), snemma á áttunda áratugnum og heldur áfram með tilraunir til að fá söguna gefna út, sem höfundurinn sjálfur gafst upp á fáum árum fyrir andlátið, og eftir hátt í áratug og allmörg afsvör útgefenda, kemur bókin loks út og slær í gegn og Toole hlýtur Pulitzer-verðlaunin þótt hann sé kominn í gröfina. Mönnum þótti sem hann hefði öðrum betur náð að fanga kaótískan anda New Orleans þar sem ansi mörgu ægir saman, auk þess að skapa svo spaugilega aðalpersónu, Ignatíus J. Reilly, að hvað eftir annað í meira en þrjátíu ár hefur verið í bígerð að gera eftir sögunni kvikmynd, en einhverra hluta vegna lukkast það aldrei. Mögulega eru þar að verki svipuð álög og virðast hafa hvílt á sögunni á sjöunda og áttunda áratugnum.“Bandaríski rithöfundurinn John Kennedy Toole sem stytti sér aldur aðeins rúmlega þrítugur að aldri.Litfögur neonljós Neonbiblían beið þó enn lengur óútgefin en Aulabandalagið eftir að hafa farið í gegnum ýmsar hremmingar. „Rétt er það, hún kom út 1989 og er engu síður en Aulabandalagið til marks um það hvílíkt undrabarn bókmenntanna Toole var, alveg frá ungum aldri, því hann er ekki nema sextán ára þegar hann skrifar hana. Í þessari sögu lýsir hann á mjög blátt áfram og látlausan en afar sannfærandi hátt litlum heimi sem var gerólíkur hans eigin umhverfi í New Orleans og hafði hann þó ekki haft mikil kynni af litlum bæjarfélögum þar sem þröngsýni, trúarofstæki og harðneskjuleg stéttaskipting setur mark sitt á mannlífið; hann ólst upp við allt annars konar aðstæður í borginni. Höfuðpersónan og sögumaðurinn er drengurinn og síðar unglingurinn David og það er með augum hans sem við fáum sýn á lífið í þessum verksmiðjubæ. Þar saumar kreppan að fólki á borð við foreldra hans, svo fjölskyldan verður að flytja út fyrir bæinn og inn í hús sem er hálfvegis að hruni komið, en þarna bætir líka „blessuð“ heimsstyrjöldin dálítið úr skák í efnalegu tilliti eins og víðar, þótt auðvitað hafi það verið smámunir einir miðað við það sem til dæmis Íslendingar kynntust á stríðsárunum. Yfir mannlífinu er þó alltaf vomandi ofurvald óskráðs regluverks og þótt upp dúkki sjarmerandi vakningarpredikari og flestir í héraðinu freistist til að mæta á samkomu og vitna jafnvel, þá fer brátt allt í sama farið – enda er það presturinn sem „á“ sóknarbörnin og stjórnar hinu meinta andlega og sómakæra lífi þegar upp er staðið. Og það er reyndar eins konar skúlptúr eða mynd af Biblíunni, gerð úr litfögrum neonljósum, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins þar sem hún trónir lýsandi og líkust áminningu á þaki kirkjunnar – það er sú flúrbók sem sagan heitir eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýverið kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi sagan Neonbiblían eftir bandaríska rithöfundinn John Kennedy Toole og því er ekki úr vegi að forvitnast aðeins hjá þýðandanum, Ugga Jónssyni, um höfundinn og verk hans sem komu ekki út fyrr en eftir að hann var allur. Uggi segir að John Kennedy Toole hafi ekki lifað langa ævi en að hún sé þó forvitnileg. „Hann fæddist 1937 í New Orleans í Louisiana-ríki og féll fyrir eigin hendi rétt rúmlega 31 ári síðar, árið 1969. Hann var síðbúið einkabarn og ólst upp við dálæti og mikla athygli, hvers konar listir og bókmenntir sem Thelma móðir hans hélt óspart að honum. Raunar gerði hún gott betur en það, því henni varð fljótlega mjög umhugað um það að sonur hennar skaraði fram úr á sem flestum sviðum og kæmist bókstaflega í sviðsljósið, reyndi að gera úr honum barnastjörnu og varð talsvert ágengt við það. Sjálf var hún menntuð í leiklist og tónlist og kenndi hvort tveggja, en að auki hafði hún aðstöðu og sambönd til að koma á laggirnar barnaleikhóp sem sýndi leikrit þar sem sonur hennar var í aðalhlutverki og svo kom hann fram í útvarpsþáttum og auglýsingum á barnsaldri. Hann var að segja má hennar stóra verkefni allt til æviloka hennar sjálfrar, og út yfir gröf og dauða í hans tilfelli.“Mamma og Pulitzer Uggi tekur ekki fyrir að móðir rithöfundarins virðist hafa verið nokkuð stjórnsöm og efalítið hafi hún haft mikil áhrif á það hvað úr honum varð eftir að hann óx úr grasi. „Þótt hún hafi trúlega ekki beinlínis hlutast til um það sem hann skrifaði, þá hefur hún efalítið sett mark sitt á vissar sögupersónur Tooles. Þeim mæðginum var raunar ekki alltaf sérstaklega vel til vina, en ofurtrú hennar á að sonur hennar væri snillingur var óbilandi. Og þetta gat raunar orðið pínlegt fyrir hann á stundum, því hún var langt í frá spör á háværar yfirlýsingar um framúrskarandi hæfileika hans. Og það er engan veginn ofsagt að hann hafði ótvíræða hæfileika sem rithöfundur, og eflaust hefði verið afar forvitnilegt að sjá þriðju bókina, sem hefði kannski orðið jafn ólík hinum tveimur og þær eru ólíkar hvor annarri.“ Uggi bætir við að það hafi í raun verið þessi trú Thelmu á snilligáfuna sem varð til þess um síðir að bækur hans komu út. „Móðir hans tók fram handritið að frægari bók Tooles, Aulabandalaginu (A Confederacy of Dunces), snemma á áttunda áratugnum og heldur áfram með tilraunir til að fá söguna gefna út, sem höfundurinn sjálfur gafst upp á fáum árum fyrir andlátið, og eftir hátt í áratug og allmörg afsvör útgefenda, kemur bókin loks út og slær í gegn og Toole hlýtur Pulitzer-verðlaunin þótt hann sé kominn í gröfina. Mönnum þótti sem hann hefði öðrum betur náð að fanga kaótískan anda New Orleans þar sem ansi mörgu ægir saman, auk þess að skapa svo spaugilega aðalpersónu, Ignatíus J. Reilly, að hvað eftir annað í meira en þrjátíu ár hefur verið í bígerð að gera eftir sögunni kvikmynd, en einhverra hluta vegna lukkast það aldrei. Mögulega eru þar að verki svipuð álög og virðast hafa hvílt á sögunni á sjöunda og áttunda áratugnum.“Bandaríski rithöfundurinn John Kennedy Toole sem stytti sér aldur aðeins rúmlega þrítugur að aldri.Litfögur neonljós Neonbiblían beið þó enn lengur óútgefin en Aulabandalagið eftir að hafa farið í gegnum ýmsar hremmingar. „Rétt er það, hún kom út 1989 og er engu síður en Aulabandalagið til marks um það hvílíkt undrabarn bókmenntanna Toole var, alveg frá ungum aldri, því hann er ekki nema sextán ára þegar hann skrifar hana. Í þessari sögu lýsir hann á mjög blátt áfram og látlausan en afar sannfærandi hátt litlum heimi sem var gerólíkur hans eigin umhverfi í New Orleans og hafði hann þó ekki haft mikil kynni af litlum bæjarfélögum þar sem þröngsýni, trúarofstæki og harðneskjuleg stéttaskipting setur mark sitt á mannlífið; hann ólst upp við allt annars konar aðstæður í borginni. Höfuðpersónan og sögumaðurinn er drengurinn og síðar unglingurinn David og það er með augum hans sem við fáum sýn á lífið í þessum verksmiðjubæ. Þar saumar kreppan að fólki á borð við foreldra hans, svo fjölskyldan verður að flytja út fyrir bæinn og inn í hús sem er hálfvegis að hruni komið, en þarna bætir líka „blessuð“ heimsstyrjöldin dálítið úr skák í efnalegu tilliti eins og víðar, þótt auðvitað hafi það verið smámunir einir miðað við það sem til dæmis Íslendingar kynntust á stríðsárunum. Yfir mannlífinu er þó alltaf vomandi ofurvald óskráðs regluverks og þótt upp dúkki sjarmerandi vakningarpredikari og flestir í héraðinu freistist til að mæta á samkomu og vitna jafnvel, þá fer brátt allt í sama farið – enda er það presturinn sem „á“ sóknarbörnin og stjórnar hinu meinta andlega og sómakæra lífi þegar upp er staðið. Og það er reyndar eins konar skúlptúr eða mynd af Biblíunni, gerð úr litfögrum neonljósum, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins þar sem hún trónir lýsandi og líkust áminningu á þaki kirkjunnar – það er sú flúrbók sem sagan heitir eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira