Óttuðust um líf sitt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:30 Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna. Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira