Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2017 20:15 Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41