Tvær sem þekkja það betur en aðrar að vinna frumsýningarleik í úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 15:00 Fanney Lind Guðmundsdóttir Thomas er hér númer 22 en Jóhanna Björk Sveinsdóttir er númer 23. Vísir/Andri Marinó Skallagrímur sótti sigur í Sláturhúsið í Keflavík í sínum fyrsta leik í sögu félagsins í úrslitakeppni kvenna og tveir leikmenn liðsins voru ekki að taka þátt í svo vel heppnaðri frumsýningu í fyrsta skiptið. Stjörnukonur höfðu tapað sínum fyrsta leik í Stykkishólmi kvöldið áður en nýliðarnir úr Borgarnesi hafa heldur betur stimplað sig inn í kvennakörfunni í vetur. Skallagrímur varð í gær fimmtánda félagið sem nær að spila leik í úrslitakeppni kvenna í körfubolta þegar liðið vann dýrmætan sigur á Litlu slátrurunum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Skallagrímur er aðeins þriðja félagið frá 1994 sem nær að vinna sinn fyrsta leik í úrslitakeppni en hin eru lið Breiðabliks frá árinu 1995 og lið Hamars frá árinu 2009. Keflavík, Grindavík, KR og ÍR tóku þátt í fyrstu úrslitakeppninni árið 1993 en frá og með 1994 hafa síðan ellefu félög bæst í hópinn þar af tvö þeirra, Stjarnan og Skallagrímur, í úrslitakeppninni í ár. Þegar Skallagrímur vann Keflavík í gær voru liðin átta ár frá því að félag vann sinn fyrsta leik í sögu úrslitakeppni kvenna eða síðan að Hamar vann Val í 1. umferð úrslitakeppninnar 2009. Svo skemmtilega vill til að tveir leikmenn hjálpuðu bæði Skallagrími og Hamar að vinna þessa leiki. Fanney Lind Guðmundsdóttir Thomas (15 stig 2009 og 4 stig 2017) og Jóhanna Björk Sveinsdóttir (2 stig 2009 og 4 stig 2017) voru í sigurliði í báðum tilfellunum. Þær tvær þekkja það því vel að vinna frumsýningarleikinn í úrslitakeppni.Fyrsti leikur félaga í úrslitakeppni kvenna 1993-2017Fyrsta úrslitakeppnin Keflavík 1993 - Sigur (75-64 á Grindavík) Grindavík 1993 - Tap (64-75 fyrir Keflavík) KR 1993 - Sigur(63-29 sigur á ÍR) ÍR 1993 - Tap (29-62 fyrir KR)Úrslitakeppnirnar eftir það Tindastóll 1994 - Tap (82-95 fyrir Keflavík)Breiðablik 1995 - Sigur(59-48 á KR) ÍS 1997 - Tap (36-60 fyrir KR) KFÍ 2001 - Tap (67-79 fyrir Keflavík) Njarðvík 2003 - Tap (62-87 fyrir Keflavík) Haukar 2005 - Tap (70-71 fyrir Grindavík)Hamar 2009 - Sigur (72-63 á Val) Valur 2009 - Tap (63-72 fyrir Hamar) Snæfell 2010 - Tap (82-95 fyrir Keflavík) Stjarnan 2017 - Tap (78-93 fyrir Snæfelli)Skallagrímur 2017 - Sigur (70-68 á Keflavík) Dominos-deild kvenna Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Skallagrímur sótti sigur í Sláturhúsið í Keflavík í sínum fyrsta leik í sögu félagsins í úrslitakeppni kvenna og tveir leikmenn liðsins voru ekki að taka þátt í svo vel heppnaðri frumsýningu í fyrsta skiptið. Stjörnukonur höfðu tapað sínum fyrsta leik í Stykkishólmi kvöldið áður en nýliðarnir úr Borgarnesi hafa heldur betur stimplað sig inn í kvennakörfunni í vetur. Skallagrímur varð í gær fimmtánda félagið sem nær að spila leik í úrslitakeppni kvenna í körfubolta þegar liðið vann dýrmætan sigur á Litlu slátrurunum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Skallagrímur er aðeins þriðja félagið frá 1994 sem nær að vinna sinn fyrsta leik í úrslitakeppni en hin eru lið Breiðabliks frá árinu 1995 og lið Hamars frá árinu 2009. Keflavík, Grindavík, KR og ÍR tóku þátt í fyrstu úrslitakeppninni árið 1993 en frá og með 1994 hafa síðan ellefu félög bæst í hópinn þar af tvö þeirra, Stjarnan og Skallagrímur, í úrslitakeppninni í ár. Þegar Skallagrímur vann Keflavík í gær voru liðin átta ár frá því að félag vann sinn fyrsta leik í sögu úrslitakeppni kvenna eða síðan að Hamar vann Val í 1. umferð úrslitakeppninnar 2009. Svo skemmtilega vill til að tveir leikmenn hjálpuðu bæði Skallagrími og Hamar að vinna þessa leiki. Fanney Lind Guðmundsdóttir Thomas (15 stig 2009 og 4 stig 2017) og Jóhanna Björk Sveinsdóttir (2 stig 2009 og 4 stig 2017) voru í sigurliði í báðum tilfellunum. Þær tvær þekkja það því vel að vinna frumsýningarleikinn í úrslitakeppni.Fyrsti leikur félaga í úrslitakeppni kvenna 1993-2017Fyrsta úrslitakeppnin Keflavík 1993 - Sigur (75-64 á Grindavík) Grindavík 1993 - Tap (64-75 fyrir Keflavík) KR 1993 - Sigur(63-29 sigur á ÍR) ÍR 1993 - Tap (29-62 fyrir KR)Úrslitakeppnirnar eftir það Tindastóll 1994 - Tap (82-95 fyrir Keflavík)Breiðablik 1995 - Sigur(59-48 á KR) ÍS 1997 - Tap (36-60 fyrir KR) KFÍ 2001 - Tap (67-79 fyrir Keflavík) Njarðvík 2003 - Tap (62-87 fyrir Keflavík) Haukar 2005 - Tap (70-71 fyrir Grindavík)Hamar 2009 - Sigur (72-63 á Val) Valur 2009 - Tap (63-72 fyrir Hamar) Snæfell 2010 - Tap (82-95 fyrir Keflavík) Stjarnan 2017 - Tap (78-93 fyrir Snæfelli)Skallagrímur 2017 - Sigur (70-68 á Keflavík)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga