Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 70-86 | Snæfell einum leik frá úrslitaeinvíginu Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 1. apríl 2017 18:00 Berglind Gunnarsdóttir átti ágætan leik í dag. Vísir/Eyþór Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira