Engin vinna stendur yfir innan dómsmálaráðuneytisins um undirbúning frumvarps sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi í hegningarlögum, þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar standi það skýrum stöfum að slíkt eigi að gera. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál vera afar vandmeðfarin. Dreifing kynferðislegs efnis, hvort sem um er að ræða ljósmyndir eða myndbönd, í óþökk þess sem á því birtist hefur verið kallað stafrænt kynferðisofbeldi, hrelliklám eða hefndarklám. Tvívegis hefur verið gerð tilraun til að skilgreina slíkt ofbeldi í hegningarlögum en í hvorugt skiptið náði frumvarpið fram að ganga. Stafrænu kynferðisofbeldi var á síðasta ári bætt við sem möguleika á komuskýrslu Stígamóta. Samkvæmt ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2016 sögðust 9,2% hafa upplifað að texta eða myndefni, til dæmis ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegu efni þar sem þau voru sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt, hafi verið birt, dreift eða geymt gegn vilja þeirra. Um 3,3% sögðust hafa upplifað hótanir um slíkt. 31 einstaklingur nefndi að hann hafi verð beittur stafrænu kynferðisofbeldi, en 24 einstaklingar tilgreindu stafrænt kynferðisofbeldi sem ástæðu komu sinnar til Stígamóta.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/StefánÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar undir kaflanum lög og regla segir:Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. „Nei það er engin vinna í gangi eða annað um að skilgreina stafrænt kyfnerðisbrot en það getur verið að menn vilji gera það og ég veit að það er ádráttur um það í ríkisstjórnarsáttmálanum. Það þarf þá bara að skoða hvert menn vilja fara með það,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi, aðspurð hvort að vinna sé hafin innan ráðuneytisins um gerð frumvarps um breytingu á hegningarlögum. Hún bendir á 209. grein hegningarlaga sem tekur á blygðunarsemisbrotum, og að það ákvæði eigi við í slíkum tilfellum. „Það er ekki víst að það geti hentað þessum málaflokki að hann sé skilgreindur svona þröngt. Vegna þess að þetta gamla ákvæði sem kallað er blygðunarsemisbrot er farið að ná yfir þessi brot. Það er svo sem alveg sjónarmið að skilgreina bara nákvæmlega hvað það er og tryggja þá að annað utan þess sé ekki blygðunarsemisbrot.“ Fyrirspurnir voru sendar á þingflokksformenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvort vinna hefði átt sér stað innan flokksins um stafrænt kynferðisofbeldi, hvaða afstöðu þingmenn flokksins hefðu til málaflokksins og hvort að þingmenn flokksins myndu styðja frumvarp þess efnis væri það lagt fram. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa á tveimur fyrri þingum lagt fram frumvarp til breytinga á hegningarlögum þar sem hrelliklám er gert refsivert. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að þingmenn flokksins hafi ekki skipt um skoðun og vilji enn að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum og að sérstök ákvæði þess efnis verði tekin upp í almennum hegningarlögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar munu leggja fram þingmannamál á næstu dögum sem tekur á skilgreiningu á stafrænu kynferðisofbeldi og upptöku sérstaks ákvæðis hvað það varðar í almenn hegningarlög. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata tóku í sama streng og sögðust myndu styðja frumvarp sem skilgreindi stafrænt ofbeldi í lögum ef slíkt yrði lagt fram. Hvorki bárust svör frá þingflokkum Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EyþórFrá árinu 2013 hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist sjö tilkynningar um stafrænt kynferðisofbeldi. Þar af eru fjögur mál í rannsókn hjá lögreglu, en rannsókn hefur verið hætt í þremur málum. Sá fyrirvari er settur á tölfræðina að enn sem komið er þá er stafrænt kynferðisofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í íslenskum lögum. „Þar af leiðandi getur skráning þessara tilkynninga fallið í ýmsa flokka í málaskrá lögreglunnar, en skráningar í málaskrá byggja á flokkun laga. Það er því mikilvægt að hafa þetta í huga þegar litið er á þessar tölur,“ segir í skriflegu svari lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að rannsókn sé hætt, meðal annars að enginn gerandi finnist í málinu eða að brotaþoli dragi til baka kæru.Ekki frumkvæðisvinna hjá lögreglu Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ef fólk vilji kæra stafrænt kynferðisofbeldi til lögreglu þurfi það að koma með einhverskonar staðfestingu í skýrslutöku til lögreglunnar. „Ef að uppi eru grunsemdir um slíkt þá hefur viðkomandi væntanlega séð það sjálfur og getur prentað út eða bent okkur á viðkomandi vefslóð. Við þurfum að rannsaka tiltekin tilvik, ekki bara opnar grunsemdir um að nektarmyndir séu til einhvers staðar. Kynferðisbrotadeildin er ekki dagsdaglega að vafra um netið í leit að þessu, við þurfum að beina sjónar að einhverjum ákveðnum atvikum. Þetta er ekki frumkvæðisvinna. Internetið er þvílíkt svarthol og hluti af þeim myndum sem eru þar geta verið vafasamar en eru margar settar inn með samþykki fólks. Þá þurfum við að fá vitneskju um hvernig er hægt að nálgast það eða viðkomandi myndir. Eða sá sem kemur og kærir og gefur hér skýrslu framvísar einhverjum gögnum um það,” segir Árni Þór í samtali við Vísi. „Rannsóknin hjá okkur miðast þá við það að þessar myndir eru til og komast að því hver dreifir þeim án vitundar og samþykkis. Þannig að í sjálfu sér er það ekki að mæta neinni fáfræði, þetta eru plain mál þannig. Við rannsökum þau eins og öll þau mál sem til okkar koma.“Hvaða úrræði hefur lögreglan í slíkum málum? „Það er voða mismunandi eftir málunum. Í sumum málum eru myndir teknar án vitundar viðkomandi og dreift af einhverjum óþekktum aðila og það getur verið mjög snúið og erfitt að komast til botns í því. Svo geta þær farið í almenna dreifingu milli fjölmargra og dreift sér alveg eins og vírus út um kvippinn og kvappinn. Það getur verið mjög erfitt að finna út úr því. Síðan getur verið í sumum tilfellum að tiltekinn aðili sé grunaður og þá er hugsanlega hægt að rekja þetta til hans, eða jafnvel spyrja viðkomandi og hann viðurkennir eða hafnar og hægt að rannsaka þetta út frá því.“Er að færast í aukana að slík mál rati á borð lögreglu? „Svona mál voru náttúrulega ekki til fyrir tíu árum síðan. Þannig að þau eru alltaf að færast í aukana. Síðan virðist vera að það sé orðið dálítið algengt að fólk sé að dreifa myndum af sér, meðan það er í sambandi með tilteknum aðila, einhverjum myndum sem það myndi hugsanlega ekki gera annars og síðan þegar samböndum lýkur eða hvernig sem það er þá er þeim dreift.” Árni Þór segir lögregluna hvetja fólk til að gæta varúðar og senda ekki af sér kynferðislegar myndir sem gætu farið í almenna dreifingu með einhverju móti. Hann segir þó að það sé fólks að ákveða sjálft, lögreglan stjórni ekki gjörðum fólks og hafi ekki áhuga á því. „Við stjórnum ekki og höfum ekki áhuga á því að stjórna því hvaða myndir fólk er að taka af sér og dreifa en það hefur komið þannig til að fólk hafi séð eftir að hafa sent einhverjum eitthvað sem það treysti, myndir sem síðan hafa einhverra hluta vegna farið í dreifingu. Þannig að þessi mál eru ekki auðveld til að sýna fram á dreifingu. Þetta getur dreift sér með ógnarhraða. Þetta er áframsent í allar áttir. En þetta eru leiðindamál,” segir Árni Þór og bætir við að þó fólk sé hvatt til að sýna varkárni sé skömmin ekki hjá þolendum. „Skömmin er hjá dreifandanum. Ég er ekki að réttlæta það að einhver geti sjálfum sér um kennt að hafa sent myndirnar, Það má ekki túlka það þannig. Það refsiverða er alltaf sá sem dreifir myndunum í óþökk hins. Það sem ég er að segja fólki er að vara sig, á skömmum tíma getur eitthvað gerst sem breytir samskiptamátanum sem var fyrir og svo hatast fólkið eftir einhvern tíma.”Kolbrún Benediktsdóttir.Vísir/ValgarðurVantar ákvæði um friðhelgi einkalífs og ærumeiðingar Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hefur fengið nokkur mál af þessum toga inn á sitt borð. Meðal annars skrifaði hún grein ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, fyrrverandi deildarforseta lögfræðideildar Háskólans á Bifröst og fyrrverandi saksóknara hjá ríkissaksóknara, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, í febrúar á síðasta ári. Í henni segir að nokkrir dómar hafi fallið hér á landi í málum sem varða stafrænt kynferðisofbeldi þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Þó geti reynst erfitt að heimfæra stafrænt kynferðisofbeldi upp á núgildandi lagaákvæði. „Ég sé sjálf ekki endilega þörf á því að hafa sérstakt ákvæði í kynferðisbrotakaflanum um þetta, það er þá bara pólitísk ákvörðun til að hnykkja eitthvað á þessu, en lagalega nær 209. grein ágætlega yfir þetta sem kynferðisbrot,” segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Mér hefur hins vegar fundist að það vanti ákvæði inn í kaflann um friðhelgi einkalífs og ærumeiðingar. Ég lít þannig á að svona brot feli í sér hvoru tveggja, bæði kynferðisbrot ef myndirnar eru kynferðislegar, og síðan eru þetta líka brot gegn friðhelgi einkalífs og ærumeiðing.“ „Ef maður skoðar bara frumvarpið frá Bjartri framtíð, þá er þar verið að rekja þessi ákvæði í norrænum lagasamkundum. Þar eru öll löndin með ákvæði í sínum ærumeiðingakafla þar sem er verið að fjalla um það að það megi ekki birta viðkvæmt myndefni án samþykkis, hvernig sem það er svo orðað. Yfirleitt er það þá eitthvað sem er háð opinberri saksókn.“ „En það er ekkert svoleiðis í okkar lögum. Þannig að ef myndirnar eru birtar og eru mjög grófar kynferðislegar myndir og það er ekki gegn einhverjum sem er nákominn þér þá getur ákæruvaldið bara kært fyrir 209. grein almennra hegningarlaga.“209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.] „Við getum til dæmis ekki ákært fyrir ærumeiðingar þvi það er einkarefsimál. Þannig að það er það sem mér hefur frekar fundist þurfa skoða. Við erum með ákvæði 233b sem fjallar um stórfelldar ærumeiðingar gegn einhverjum sem er þér nákominn, maki eða fyrrum maki eða eitthvað slíkt.“233. gr. b. Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum.] En ef sambandið er ekki þess eðlis, það er verið að birta myndir af einhverjum sem er þér ekkert nærkominn þá þarf fólk að fara í einkarefsimál út af ærumeiðinga- og friðhelgisbrotahlutanum. Kolbrún bendir í þessu samhengi á 229. og 234. greinar almennra hegningarlaga.229. gr. Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi] allt að 1 ári.234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] allt að 1 ári. „Þetta eru hvorutveggja ákvæði þar sem fólk fer í einkarefsimál, svokallað. Það er engin aðkoma lögreglu eða ákæruvalds. Það er kannski það sem mér finnst vanta upp á, það þyrfti að skoða það að í svona grófum brotum þar sem menn eru að dreifa kynferðislegu myndefni finnst mér í raun og veru vera tilefni til að ákæruvaldið komi að því, ekki bara sem kynferðisbrot heldur líka sem ærumeiðingu en þetta er auðvitað bara pólitísk ákvörðun, hvort það er vilji fyrir því eða ekki. En það er náttúrulega kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum.“María Rún BjarnadóttirVísir/ErnirLögreglan telji sig vanmáttuga María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum ríkjum benda til þess að lögreglan telji sig sjálfa vanmáttuga til að eiga við slík mál. „Þá segja þeir að það sé bæði varðandi tækniþekkingu og skilning á því hvernig samskipti eiga sér stað, en einnig varðandi samskipti við einkaaðilana sem að hafa upplýsingarnar sem þarf oft að afla sem sönnunargagna í svona málum,“ segir María í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég þekki til nokkurra svona mála sem hafa fengið mjög misjafna meðferð hjá lögreglunni og það er áhyggjuefni. Ég veit til dæmis um dæmi þar sem stelpa hringdi í lögregluna og vildi fá að koma í skýrslutöku, en var send á milli margra aðila - enginn vissi hvern hún ætti að tala við. Á endanum fékk hún samband við lögreglufulltrúa sem sagði henni að það væri svo erfitt að sanna svona mál og að það þýddi lítið að gefa skýrslu því að lögreglan gæti lítið gert. Það þarf að tryggja það að allir hafi lágmarksþekkingu á svona málum sem svara þeim sem leita til lögreglunnar ef þeir telja brotið á sér. Þó að lagaramminn sé ófullkominn þá hefur í dómaframkvæmd verið skýrt að svona brot varða við lög. Annað dæmi sem ég þekki til er nýlegt og í því liggur í raun fyrir játning. En af gögnum málsins er ljóst að rannsakandinn hefur ekki áttað sig á hvernig brotið hefur verið heimfært undir ákvæðið í dómaframkvæmd.“ Hún segir að huga þurfi að samskiptum lögreglunnar við einkaaðila og fyrirtækin, að samskiptin séu eins og best verði á kosið og að lögreglan nýti sér alla möguleika sem eru til samstarfs við þá sem hafa yfir að ráða mikilvægum gögnum í svona málum. „Ég veit af samtölum við lögreglumenn sem sinna svona málum að það er vilji til staðar að gera þetta vel, svo þetta snýst ekki um einhvern viðhorfsvanda hjá lögreglunni. Þar að auki hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefið út yfirlýsingu um að það verði lögð áhersla á rannsókn svona mála. Það kostar hins vegar forgangsröðun og það er erfitt ef það er ekki til fjármagn til þess að tryggja að til staðar sé þekking og reynsla. Það þarf líka að horfast í augu við kynslóðabilið þarna og brúa það. Það er skiljanlegt að menn á miðjum aldrei séu ekki með alla helstu samskiptamiðlana á hreinu og það er jú meginþorri þeirra sem starfar í lögreglunni. Það er mikilvægt að lögreglan uppfæri sig reglulega og skilji hvar og hvernig samskipti sem geta orðið að svona málum eiga sér stað. “Tæknin leiðir og lögin fylgja á eftir María segir að raunveruleikinn sem fylgi lífi í stafrænum heimi krefjast nýrrar nálgunar „Þetta er auðvitað stærra mál, tæknin er að verða svo stór hluti af daglegu lífi fólks og hefur verið að umbylta allskonar hlutum. En hvað varðar tæknina og samspil hennar við lögin þá hefur tæknin leitt og lögin fylgt eftir.“ Hún segir að öll afskipti ríkja hafi verið sett undir sama flokk þannig að þau séu til þess að stöðva framþróun eða til njósna- eða hernaðartilburða. „Á síðustu misserum hefur þetta aðeins verið að breytast, nokkuð sem við sjáum til dæmis í samstarfi Facebook og Þýskalands varðandi hatursáróður á miðlinum og varðandi Google sem ákvað að breyta reglunum sínum þannig að þolendur stafræns kynferðisofbeldis geti farið fram á að Google fjarlægi niðurstöður um þau. Það er líka alveg ljóst að á grundvelli mannréttindaskuldbindinga hafa ríki sem eru bundin af Mannréttindasáttmála Evrópu skyldur til þess að tryggja réttindi borgara sinna á netinu. Hvernig það er gert er síðan stóra verkefnið.”Skýrari refsirammi myndi auka réttaröryggi María segist skilja þá sem hafa gagnrýnt frumvarp Bjartrar framtíðar. „Það hefði bæði þrengt refsirammann og refsiskilyrðin. Hins vegar held ég að það sé ágætur grundvöllur fyrir frekari úrvinnslu. Það er öllum ljóst sem koma að svona málum að það þarf að skerpa lagarammann. Í dag er verið að nota ákvæði sem upphaflega var sett til þess að ná böndum yfir „flassara“ eða fólk sem hringdi í gegnum borðsíma í aðra til þess að klæmast og skella svo á. Ég held að ákæruvaldið hafi staðið sig alveg frábærlega í því að beita þeim ákvæðum sem í gildi eru, en ég held líka að það myndi hjálpa verulega að uppfæra löggjöfina með tilliti til nútímans,” segir María. „Til dæmis væri hægt að líta til Noregs sem er hefur nýverið sett ákvæði sem nær ágætilega um svona brot. Það er líka mikilvægt að ákvæðin sem byggt er á séu skýr, ekki síst til þess að vera með betri grundvöll fyrir lögregluna til þess að byggja á gagnvart tæknifyrirtækjunum sem starfa oft í öðrum lögsögum. Ákvæðið eins og það stendur í dag er ekki til þess fallið að tryggja trúverðuleglega í samskiptum við þannig aðila, enda er það ekki sérstaklega skýrlega orðað og erfitt að láta fylgja með reifanir af dómum Hæstaréttar sem skýra frekar inntak brotanna í hvert sinn sem tæknifyrirtæki fá beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli þessa ákvæðis. Ég held að það væri til mikilla bóta að skýra lagarammann, það væri til þess fallið að auka réttaröryggi.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Aldrei hafa jafn margir sótt þjónustu Stígamóta frá stofnun samtakanna. 30. mars 2017 13:15 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Engin vinna stendur yfir innan dómsmálaráðuneytisins um undirbúning frumvarps sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi í hegningarlögum, þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar standi það skýrum stöfum að slíkt eigi að gera. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál vera afar vandmeðfarin. Dreifing kynferðislegs efnis, hvort sem um er að ræða ljósmyndir eða myndbönd, í óþökk þess sem á því birtist hefur verið kallað stafrænt kynferðisofbeldi, hrelliklám eða hefndarklám. Tvívegis hefur verið gerð tilraun til að skilgreina slíkt ofbeldi í hegningarlögum en í hvorugt skiptið náði frumvarpið fram að ganga. Stafrænu kynferðisofbeldi var á síðasta ári bætt við sem möguleika á komuskýrslu Stígamóta. Samkvæmt ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2016 sögðust 9,2% hafa upplifað að texta eða myndefni, til dæmis ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegu efni þar sem þau voru sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt, hafi verið birt, dreift eða geymt gegn vilja þeirra. Um 3,3% sögðust hafa upplifað hótanir um slíkt. 31 einstaklingur nefndi að hann hafi verð beittur stafrænu kynferðisofbeldi, en 24 einstaklingar tilgreindu stafrænt kynferðisofbeldi sem ástæðu komu sinnar til Stígamóta.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/StefánÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar undir kaflanum lög og regla segir:Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. „Nei það er engin vinna í gangi eða annað um að skilgreina stafrænt kyfnerðisbrot en það getur verið að menn vilji gera það og ég veit að það er ádráttur um það í ríkisstjórnarsáttmálanum. Það þarf þá bara að skoða hvert menn vilja fara með það,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Vísi, aðspurð hvort að vinna sé hafin innan ráðuneytisins um gerð frumvarps um breytingu á hegningarlögum. Hún bendir á 209. grein hegningarlaga sem tekur á blygðunarsemisbrotum, og að það ákvæði eigi við í slíkum tilfellum. „Það er ekki víst að það geti hentað þessum málaflokki að hann sé skilgreindur svona þröngt. Vegna þess að þetta gamla ákvæði sem kallað er blygðunarsemisbrot er farið að ná yfir þessi brot. Það er svo sem alveg sjónarmið að skilgreina bara nákvæmlega hvað það er og tryggja þá að annað utan þess sé ekki blygðunarsemisbrot.“ Fyrirspurnir voru sendar á þingflokksformenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvort vinna hefði átt sér stað innan flokksins um stafrænt kynferðisofbeldi, hvaða afstöðu þingmenn flokksins hefðu til málaflokksins og hvort að þingmenn flokksins myndu styðja frumvarp þess efnis væri það lagt fram. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa á tveimur fyrri þingum lagt fram frumvarp til breytinga á hegningarlögum þar sem hrelliklám er gert refsivert. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að þingmenn flokksins hafi ekki skipt um skoðun og vilji enn að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögum og að sérstök ákvæði þess efnis verði tekin upp í almennum hegningarlögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar munu leggja fram þingmannamál á næstu dögum sem tekur á skilgreiningu á stafrænu kynferðisofbeldi og upptöku sérstaks ákvæðis hvað það varðar í almenn hegningarlög. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata tóku í sama streng og sögðust myndu styðja frumvarp sem skilgreindi stafrænt ofbeldi í lögum ef slíkt yrði lagt fram. Hvorki bárust svör frá þingflokkum Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EyþórFrá árinu 2013 hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist sjö tilkynningar um stafrænt kynferðisofbeldi. Þar af eru fjögur mál í rannsókn hjá lögreglu, en rannsókn hefur verið hætt í þremur málum. Sá fyrirvari er settur á tölfræðina að enn sem komið er þá er stafrænt kynferðisofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í íslenskum lögum. „Þar af leiðandi getur skráning þessara tilkynninga fallið í ýmsa flokka í málaskrá lögreglunnar, en skráningar í málaskrá byggja á flokkun laga. Það er því mikilvægt að hafa þetta í huga þegar litið er á þessar tölur,“ segir í skriflegu svari lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að rannsókn sé hætt, meðal annars að enginn gerandi finnist í málinu eða að brotaþoli dragi til baka kæru.Ekki frumkvæðisvinna hjá lögreglu Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ef fólk vilji kæra stafrænt kynferðisofbeldi til lögreglu þurfi það að koma með einhverskonar staðfestingu í skýrslutöku til lögreglunnar. „Ef að uppi eru grunsemdir um slíkt þá hefur viðkomandi væntanlega séð það sjálfur og getur prentað út eða bent okkur á viðkomandi vefslóð. Við þurfum að rannsaka tiltekin tilvik, ekki bara opnar grunsemdir um að nektarmyndir séu til einhvers staðar. Kynferðisbrotadeildin er ekki dagsdaglega að vafra um netið í leit að þessu, við þurfum að beina sjónar að einhverjum ákveðnum atvikum. Þetta er ekki frumkvæðisvinna. Internetið er þvílíkt svarthol og hluti af þeim myndum sem eru þar geta verið vafasamar en eru margar settar inn með samþykki fólks. Þá þurfum við að fá vitneskju um hvernig er hægt að nálgast það eða viðkomandi myndir. Eða sá sem kemur og kærir og gefur hér skýrslu framvísar einhverjum gögnum um það,” segir Árni Þór í samtali við Vísi. „Rannsóknin hjá okkur miðast þá við það að þessar myndir eru til og komast að því hver dreifir þeim án vitundar og samþykkis. Þannig að í sjálfu sér er það ekki að mæta neinni fáfræði, þetta eru plain mál þannig. Við rannsökum þau eins og öll þau mál sem til okkar koma.“Hvaða úrræði hefur lögreglan í slíkum málum? „Það er voða mismunandi eftir málunum. Í sumum málum eru myndir teknar án vitundar viðkomandi og dreift af einhverjum óþekktum aðila og það getur verið mjög snúið og erfitt að komast til botns í því. Svo geta þær farið í almenna dreifingu milli fjölmargra og dreift sér alveg eins og vírus út um kvippinn og kvappinn. Það getur verið mjög erfitt að finna út úr því. Síðan getur verið í sumum tilfellum að tiltekinn aðili sé grunaður og þá er hugsanlega hægt að rekja þetta til hans, eða jafnvel spyrja viðkomandi og hann viðurkennir eða hafnar og hægt að rannsaka þetta út frá því.“Er að færast í aukana að slík mál rati á borð lögreglu? „Svona mál voru náttúrulega ekki til fyrir tíu árum síðan. Þannig að þau eru alltaf að færast í aukana. Síðan virðist vera að það sé orðið dálítið algengt að fólk sé að dreifa myndum af sér, meðan það er í sambandi með tilteknum aðila, einhverjum myndum sem það myndi hugsanlega ekki gera annars og síðan þegar samböndum lýkur eða hvernig sem það er þá er þeim dreift.” Árni Þór segir lögregluna hvetja fólk til að gæta varúðar og senda ekki af sér kynferðislegar myndir sem gætu farið í almenna dreifingu með einhverju móti. Hann segir þó að það sé fólks að ákveða sjálft, lögreglan stjórni ekki gjörðum fólks og hafi ekki áhuga á því. „Við stjórnum ekki og höfum ekki áhuga á því að stjórna því hvaða myndir fólk er að taka af sér og dreifa en það hefur komið þannig til að fólk hafi séð eftir að hafa sent einhverjum eitthvað sem það treysti, myndir sem síðan hafa einhverra hluta vegna farið í dreifingu. Þannig að þessi mál eru ekki auðveld til að sýna fram á dreifingu. Þetta getur dreift sér með ógnarhraða. Þetta er áframsent í allar áttir. En þetta eru leiðindamál,” segir Árni Þór og bætir við að þó fólk sé hvatt til að sýna varkárni sé skömmin ekki hjá þolendum. „Skömmin er hjá dreifandanum. Ég er ekki að réttlæta það að einhver geti sjálfum sér um kennt að hafa sent myndirnar, Það má ekki túlka það þannig. Það refsiverða er alltaf sá sem dreifir myndunum í óþökk hins. Það sem ég er að segja fólki er að vara sig, á skömmum tíma getur eitthvað gerst sem breytir samskiptamátanum sem var fyrir og svo hatast fólkið eftir einhvern tíma.”Kolbrún Benediktsdóttir.Vísir/ValgarðurVantar ákvæði um friðhelgi einkalífs og ærumeiðingar Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hefur fengið nokkur mál af þessum toga inn á sitt borð. Meðal annars skrifaði hún grein ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, fyrrverandi deildarforseta lögfræðideildar Háskólans á Bifröst og fyrrverandi saksóknara hjá ríkissaksóknara, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, í febrúar á síðasta ári. Í henni segir að nokkrir dómar hafi fallið hér á landi í málum sem varða stafrænt kynferðisofbeldi þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Þó geti reynst erfitt að heimfæra stafrænt kynferðisofbeldi upp á núgildandi lagaákvæði. „Ég sé sjálf ekki endilega þörf á því að hafa sérstakt ákvæði í kynferðisbrotakaflanum um þetta, það er þá bara pólitísk ákvörðun til að hnykkja eitthvað á þessu, en lagalega nær 209. grein ágætlega yfir þetta sem kynferðisbrot,” segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Mér hefur hins vegar fundist að það vanti ákvæði inn í kaflann um friðhelgi einkalífs og ærumeiðingar. Ég lít þannig á að svona brot feli í sér hvoru tveggja, bæði kynferðisbrot ef myndirnar eru kynferðislegar, og síðan eru þetta líka brot gegn friðhelgi einkalífs og ærumeiðing.“ „Ef maður skoðar bara frumvarpið frá Bjartri framtíð, þá er þar verið að rekja þessi ákvæði í norrænum lagasamkundum. Þar eru öll löndin með ákvæði í sínum ærumeiðingakafla þar sem er verið að fjalla um það að það megi ekki birta viðkvæmt myndefni án samþykkis, hvernig sem það er svo orðað. Yfirleitt er það þá eitthvað sem er háð opinberri saksókn.“ „En það er ekkert svoleiðis í okkar lögum. Þannig að ef myndirnar eru birtar og eru mjög grófar kynferðislegar myndir og það er ekki gegn einhverjum sem er nákominn þér þá getur ákæruvaldið bara kært fyrir 209. grein almennra hegningarlaga.“209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.] „Við getum til dæmis ekki ákært fyrir ærumeiðingar þvi það er einkarefsimál. Þannig að það er það sem mér hefur frekar fundist þurfa skoða. Við erum með ákvæði 233b sem fjallar um stórfelldar ærumeiðingar gegn einhverjum sem er þér nákominn, maki eða fyrrum maki eða eitthvað slíkt.“233. gr. b. Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum.] En ef sambandið er ekki þess eðlis, það er verið að birta myndir af einhverjum sem er þér ekkert nærkominn þá þarf fólk að fara í einkarefsimál út af ærumeiðinga- og friðhelgisbrotahlutanum. Kolbrún bendir í þessu samhengi á 229. og 234. greinar almennra hegningarlaga.229. gr. Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi] allt að 1 ári.234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] allt að 1 ári. „Þetta eru hvorutveggja ákvæði þar sem fólk fer í einkarefsimál, svokallað. Það er engin aðkoma lögreglu eða ákæruvalds. Það er kannski það sem mér finnst vanta upp á, það þyrfti að skoða það að í svona grófum brotum þar sem menn eru að dreifa kynferðislegu myndefni finnst mér í raun og veru vera tilefni til að ákæruvaldið komi að því, ekki bara sem kynferðisbrot heldur líka sem ærumeiðingu en þetta er auðvitað bara pólitísk ákvörðun, hvort það er vilji fyrir því eða ekki. En það er náttúrulega kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum.“María Rún BjarnadóttirVísir/ErnirLögreglan telji sig vanmáttuga María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum ríkjum benda til þess að lögreglan telji sig sjálfa vanmáttuga til að eiga við slík mál. „Þá segja þeir að það sé bæði varðandi tækniþekkingu og skilning á því hvernig samskipti eiga sér stað, en einnig varðandi samskipti við einkaaðilana sem að hafa upplýsingarnar sem þarf oft að afla sem sönnunargagna í svona málum,“ segir María í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég þekki til nokkurra svona mála sem hafa fengið mjög misjafna meðferð hjá lögreglunni og það er áhyggjuefni. Ég veit til dæmis um dæmi þar sem stelpa hringdi í lögregluna og vildi fá að koma í skýrslutöku, en var send á milli margra aðila - enginn vissi hvern hún ætti að tala við. Á endanum fékk hún samband við lögreglufulltrúa sem sagði henni að það væri svo erfitt að sanna svona mál og að það þýddi lítið að gefa skýrslu því að lögreglan gæti lítið gert. Það þarf að tryggja það að allir hafi lágmarksþekkingu á svona málum sem svara þeim sem leita til lögreglunnar ef þeir telja brotið á sér. Þó að lagaramminn sé ófullkominn þá hefur í dómaframkvæmd verið skýrt að svona brot varða við lög. Annað dæmi sem ég þekki til er nýlegt og í því liggur í raun fyrir játning. En af gögnum málsins er ljóst að rannsakandinn hefur ekki áttað sig á hvernig brotið hefur verið heimfært undir ákvæðið í dómaframkvæmd.“ Hún segir að huga þurfi að samskiptum lögreglunnar við einkaaðila og fyrirtækin, að samskiptin séu eins og best verði á kosið og að lögreglan nýti sér alla möguleika sem eru til samstarfs við þá sem hafa yfir að ráða mikilvægum gögnum í svona málum. „Ég veit af samtölum við lögreglumenn sem sinna svona málum að það er vilji til staðar að gera þetta vel, svo þetta snýst ekki um einhvern viðhorfsvanda hjá lögreglunni. Þar að auki hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefið út yfirlýsingu um að það verði lögð áhersla á rannsókn svona mála. Það kostar hins vegar forgangsröðun og það er erfitt ef það er ekki til fjármagn til þess að tryggja að til staðar sé þekking og reynsla. Það þarf líka að horfast í augu við kynslóðabilið þarna og brúa það. Það er skiljanlegt að menn á miðjum aldrei séu ekki með alla helstu samskiptamiðlana á hreinu og það er jú meginþorri þeirra sem starfar í lögreglunni. Það er mikilvægt að lögreglan uppfæri sig reglulega og skilji hvar og hvernig samskipti sem geta orðið að svona málum eiga sér stað. “Tæknin leiðir og lögin fylgja á eftir María segir að raunveruleikinn sem fylgi lífi í stafrænum heimi krefjast nýrrar nálgunar „Þetta er auðvitað stærra mál, tæknin er að verða svo stór hluti af daglegu lífi fólks og hefur verið að umbylta allskonar hlutum. En hvað varðar tæknina og samspil hennar við lögin þá hefur tæknin leitt og lögin fylgt eftir.“ Hún segir að öll afskipti ríkja hafi verið sett undir sama flokk þannig að þau séu til þess að stöðva framþróun eða til njósna- eða hernaðartilburða. „Á síðustu misserum hefur þetta aðeins verið að breytast, nokkuð sem við sjáum til dæmis í samstarfi Facebook og Þýskalands varðandi hatursáróður á miðlinum og varðandi Google sem ákvað að breyta reglunum sínum þannig að þolendur stafræns kynferðisofbeldis geti farið fram á að Google fjarlægi niðurstöður um þau. Það er líka alveg ljóst að á grundvelli mannréttindaskuldbindinga hafa ríki sem eru bundin af Mannréttindasáttmála Evrópu skyldur til þess að tryggja réttindi borgara sinna á netinu. Hvernig það er gert er síðan stóra verkefnið.”Skýrari refsirammi myndi auka réttaröryggi María segist skilja þá sem hafa gagnrýnt frumvarp Bjartrar framtíðar. „Það hefði bæði þrengt refsirammann og refsiskilyrðin. Hins vegar held ég að það sé ágætur grundvöllur fyrir frekari úrvinnslu. Það er öllum ljóst sem koma að svona málum að það þarf að skerpa lagarammann. Í dag er verið að nota ákvæði sem upphaflega var sett til þess að ná böndum yfir „flassara“ eða fólk sem hringdi í gegnum borðsíma í aðra til þess að klæmast og skella svo á. Ég held að ákæruvaldið hafi staðið sig alveg frábærlega í því að beita þeim ákvæðum sem í gildi eru, en ég held líka að það myndi hjálpa verulega að uppfæra löggjöfina með tilliti til nútímans,” segir María. „Til dæmis væri hægt að líta til Noregs sem er hefur nýverið sett ákvæði sem nær ágætilega um svona brot. Það er líka mikilvægt að ákvæðin sem byggt er á séu skýr, ekki síst til þess að vera með betri grundvöll fyrir lögregluna til þess að byggja á gagnvart tæknifyrirtækjunum sem starfa oft í öðrum lögsögum. Ákvæðið eins og það stendur í dag er ekki til þess fallið að tryggja trúverðuleglega í samskiptum við þannig aðila, enda er það ekki sérstaklega skýrlega orðað og erfitt að láta fylgja með reifanir af dómum Hæstaréttar sem skýra frekar inntak brotanna í hvert sinn sem tæknifyrirtæki fá beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli þessa ákvæðis. Ég held að það væri til mikilla bóta að skýra lagarammann, það væri til þess fallið að auka réttaröryggi.“
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45
29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Aldrei hafa jafn margir sótt þjónustu Stígamóta frá stofnun samtakanna. 30. mars 2017 13:15