405 hestafla Fiat 500 Abarth Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:00 Fiat 500 Abarth Pogea Racing. Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent