405 hestafla Fiat 500 Abarth Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:00 Fiat 500 Abarth Pogea Racing. Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent
Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent