405 hestafla Fiat 500 Abarth Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:00 Fiat 500 Abarth Pogea Racing. Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent