Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 19:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónunum til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni í Osló í kvöld. Forsetahjónunum var vel fagnað við komuna í höll konungs í morgun, þar sem norksa konungsfjölskyldan tók á móti þeim. Þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda en þau heimsóttu dönku konungshjónin í lok janúar. Eftir formlega móttöku í konungshöllinni í dag lagði forsetinn blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið, heimsótti norska Stórþingið og flutti lokafyrirlestur á ráðstefnunni Global Challenges – Nordic Experiences við háskólann í Osló. Eliza Reid flutti jafnframt fyrirlestur um jafnréttismál og tók þátt í pallborðsumræðum. Íslendingar búsettir í Osló fögnuðu forsetahjónunum með því að veifa íslenska fánanum við konungshöllina, þar sem engu verður væntanlega til sparað í hátíðarkvöldverði í kvöld. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Noregur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónunum til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni í Osló í kvöld. Forsetahjónunum var vel fagnað við komuna í höll konungs í morgun, þar sem norksa konungsfjölskyldan tók á móti þeim. Þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda en þau heimsóttu dönku konungshjónin í lok janúar. Eftir formlega móttöku í konungshöllinni í dag lagði forsetinn blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið, heimsótti norska Stórþingið og flutti lokafyrirlestur á ráðstefnunni Global Challenges – Nordic Experiences við háskólann í Osló. Eliza Reid flutti jafnframt fyrirlestur um jafnréttismál og tók þátt í pallborðsumræðum. Íslendingar búsettir í Osló fögnuðu forsetahjónunum með því að veifa íslenska fánanum við konungshöllina, þar sem engu verður væntanlega til sparað í hátíðarkvöldverði í kvöld. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Noregur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51