London Taxi rafvæðist Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 14:03 Fyrstu rafmagnsbílarnir frá London Taxi Company rúlla af færiböndunum. London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent