Sinfónían beint í æð Jónas Sen skrifar 23. mars 2017 09:30 Sæunn lék forkunnarfallega, segir í dómnum. Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur reglulega fram í Eldborg í Hörpu, en suma föstudaga treður hún upp í miklu minni sal, Norðurljósum. Spyrja mætti hvort einhverjir áheyrendur komist fyrir. Svarið er já, en ekki margir. Plúsinn er að þarna er tónleikagesturinn í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá hljómsveitinni, og fær hana beint í æð eins og sagt er. Þetta er auðvitað tvíbent, ef hljómsveitin spilar illa verða allir hnökrar skelfilega áberandi, en ef hún leikur vel er útkoman engu lík. Tónleikar föstudagsraðarinnar hefjast klukkan sex og standa í um klukkutíma. Það er ekki ónýtt að enda vikuna þannig, láta þreytuna líða úr sér og hlusta á dýrindis tónlist. Efnisskráin sl. föstudag var óvanaleg að því leyti að hún samanstóð af ýktum andstæðum. Annars vegar lék sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir smágert verk eftir Kaiju Saariaho, Sept papillons, þ.e. Sjö fiðrildi. Hún flutti það ein án meðleiks hljómsveitarinnar. Hins vegar var spiluð tröllaukin tónsmíð, önnur sinfónía Sibeliusar. Stjórnandinn þar var Osmo Vänskä. Byrjum á því fyrrnefnda. Sæunn lék forkunnarfallega, hún útfærði smæstu blæbrigði af einstakri nostursemi. Saariaho er eitt helsta tónskáld samtímans og um tíma lagði hún stund á rannsóknir í IRCAM, stofnun helgaðri rannsóknum á hljóði og framúrstefnulegri fagurtónlist sem er staðsett í París. Verk hennar eru dulúðug og dreymin, stemningin annarsheimsleg. Oft eru þau blanda af akústískum hljóðfæraleik og raftónum, en hér var ekkert slíkt uppi á teningnum. Sæunn lék ein og framkallaði furðuleg hljóð sem voru m.a. viðkvæmt hvísl, óræðar hendingar og ákaflega lokkandi hljómasamsetningar dýpstu og efstu tóna sellósins. Útkoman var hugleiðslukennd, þetta var ekki bara róandi tónlist, heldur fór hún með mann í ferðalag djúpt inn á við um óravíddir hugans. Að vissu leyti er önnur sinfónía Sibeliusar líka leyndardómsfull. Hún byrjar á brotakenndum tónum og hljómum, stefbrot rísa og hníga svo aftur niður, heildarmyndin er ringulreið og framtíðin óljós. Ólíkt tónlist Saariaho fer þó myndin að skýrast eftir nokkra stund, stefin byrja að renna saman og á endanum vex tónlistin upp í yfirgengilegan hápunkt. Flutningur hljómsveitarinnar undir öruggri, nákvæmri og kraftmikilli stjórn Osmo Vänskä var glæsilegur. Að sitja svona nálægt hljómsveitinni í Norðurljósum gerði túlkunina ennþá safaríkari en ella, það var eins og að vera í einhverju háþróuðu stúdíói með hátölurum allt í kring. Hljómsveitin var í banastuði, strengirnir voru tærir, en líka safaríkir, blásararnir voru þéttir og fókuseraðir, slagverkið pottþétt, heildarhljómurinn í fullkomnu styrkleikajafnvægi. Þannig á það að vera.Niðurstaða: Meistaralegur sellóleikur, afburða hljómsveitarspil. Með betri tónleikum vetrarins. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur reglulega fram í Eldborg í Hörpu, en suma föstudaga treður hún upp í miklu minni sal, Norðurljósum. Spyrja mætti hvort einhverjir áheyrendur komist fyrir. Svarið er já, en ekki margir. Plúsinn er að þarna er tónleikagesturinn í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá hljómsveitinni, og fær hana beint í æð eins og sagt er. Þetta er auðvitað tvíbent, ef hljómsveitin spilar illa verða allir hnökrar skelfilega áberandi, en ef hún leikur vel er útkoman engu lík. Tónleikar föstudagsraðarinnar hefjast klukkan sex og standa í um klukkutíma. Það er ekki ónýtt að enda vikuna þannig, láta þreytuna líða úr sér og hlusta á dýrindis tónlist. Efnisskráin sl. föstudag var óvanaleg að því leyti að hún samanstóð af ýktum andstæðum. Annars vegar lék sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir smágert verk eftir Kaiju Saariaho, Sept papillons, þ.e. Sjö fiðrildi. Hún flutti það ein án meðleiks hljómsveitarinnar. Hins vegar var spiluð tröllaukin tónsmíð, önnur sinfónía Sibeliusar. Stjórnandinn þar var Osmo Vänskä. Byrjum á því fyrrnefnda. Sæunn lék forkunnarfallega, hún útfærði smæstu blæbrigði af einstakri nostursemi. Saariaho er eitt helsta tónskáld samtímans og um tíma lagði hún stund á rannsóknir í IRCAM, stofnun helgaðri rannsóknum á hljóði og framúrstefnulegri fagurtónlist sem er staðsett í París. Verk hennar eru dulúðug og dreymin, stemningin annarsheimsleg. Oft eru þau blanda af akústískum hljóðfæraleik og raftónum, en hér var ekkert slíkt uppi á teningnum. Sæunn lék ein og framkallaði furðuleg hljóð sem voru m.a. viðkvæmt hvísl, óræðar hendingar og ákaflega lokkandi hljómasamsetningar dýpstu og efstu tóna sellósins. Útkoman var hugleiðslukennd, þetta var ekki bara róandi tónlist, heldur fór hún með mann í ferðalag djúpt inn á við um óravíddir hugans. Að vissu leyti er önnur sinfónía Sibeliusar líka leyndardómsfull. Hún byrjar á brotakenndum tónum og hljómum, stefbrot rísa og hníga svo aftur niður, heildarmyndin er ringulreið og framtíðin óljós. Ólíkt tónlist Saariaho fer þó myndin að skýrast eftir nokkra stund, stefin byrja að renna saman og á endanum vex tónlistin upp í yfirgengilegan hápunkt. Flutningur hljómsveitarinnar undir öruggri, nákvæmri og kraftmikilli stjórn Osmo Vänskä var glæsilegur. Að sitja svona nálægt hljómsveitinni í Norðurljósum gerði túlkunina ennþá safaríkari en ella, það var eins og að vera í einhverju háþróuðu stúdíói með hátölurum allt í kring. Hljómsveitin var í banastuði, strengirnir voru tærir, en líka safaríkir, blásararnir voru þéttir og fókuseraðir, slagverkið pottþétt, heildarhljómurinn í fullkomnu styrkleikajafnvægi. Þannig á það að vera.Niðurstaða: Meistaralegur sellóleikur, afburða hljómsveitarspil. Með betri tónleikum vetrarins.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira