Fyrsti Mustanginn boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:31 Fyrsti Mustanginn er falur. Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent
Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent