Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2017 06:00 Sebastian Vettel sækist eftir sínum fimmta titli en Lewis Hamilton getur unnið sinn þriðja. NordicPhotos/Getty „Við erum að fara að sjá öflugasta Formúlu 1-tímabil frá upphafi. Það er þannig sem menn tala um þetta ár.“ Þetta segir Rúnar Jónsson, aðalsérfræðingur Stöðvar 2 Sport um nýtt tímabil í Formúlunni sem hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar bílarnir ræsa af stað í Ástralíu. Óvissan er mikil fyrir tímabilið vegna mikilla breytinga á bílunum en eitt er ljóst: Ríkjandi heimsmeistari ver ekki titilinn. Nico Rosberg, sem ók fyrir Mercedes, þakkaði fyrir sig eftir að vinna sinn fyrsta titil á síðasta ári og lagði hjálminn á hilluna.Miklu fljótari bílar „Breytingar á smíði bílanna eru svakalegar. Það er búið að breikka þá alla, breikka vængina og dekkin. Menn fá allt að 30 prósent meira niðurtog og bílarnir eru með 25 prósent breiðari dekk,“ segir Rúnar en hverju skilar þetta allt saman? „Miklu hraðskreiðari bílum. Við sáum það strax við æfingarnar í Barcelona í vetur að menn voru að keyra fjórum sekúndum hraðar en í fyrra. Kimi Räikkönen var með besta tímann alveg eins og í fyrra. Þessir bílar eru bara þvílíkar græjur núna.“ Rúnar segir liðin halda spilunum þétt að sér eins og vanalega og því er erfitt að lesa í hvað gerist í Ástralíu þegar fyrsta keppnin fer fram. „Það er alltaf ákveðin óvissa en maður vonast með þessum breytingum til að fleiri lið geti tekið þátt í toppbaráttunni. Þetta hefur verið algjör einokun Mercedes undanfarin ár. Ferrari-bílarnir koma gríðarlega öflugir til leiks og þar virðist vera alvöru keppinautur. Liðin eru samt alltaf eitthvað að laumupúkast þannig að við sjáum hvað kemur upp úr krafsinu á sunnudaginn,“ segir Rúnar.Samkeppnin mikilvæg Eftir fjögur ár af algjörri drottnun Red Bull þar sem Sebastian Vettel vann fjórum sinnum í röð tóku við þrjú ár af annarri eins drottnun Mercedes. Lewis Hamilton vann tvö ár í röð og Nico Rosberg í fyrra. Rúnar viðurkennir fúslega að samkeppnin verði að vera meiri svo að þetta sé áhugavert. „Algjörlega. Meira að segja þegar Michael Schumacher vann fimm sinnum í röð fékk hann samt alvöru samkeppni frá Mika Häkkinen, David Coulthart, bróður sínum Ralf og fleirum. Hann var að vinna í spennandi keppnum. Það er líka hugmyndin með þessum breytingum að stokka upp spilin til að koma fleiri liðum inn í baráttuna. Það er ekkert gaman þegar eitt lið stingur af,“ segir Rúnar en eins og alltaf hafa liðin lagt mikið í sölurnar. „Með þessum miklu breytingum gjörbreytist landslagið. Það er allt öðruvísi nema vélbúnaðurinn. Óvissan er svo mikil því það eru svo margir framleiðendur með aragrúa starfsmanna. Bara Mercedes er með 1.500 starfsmenn og Ferrari með í kringum 1.000. Þessi lið eru með um 100 manna hönnunarteymi sem eru bara að leika sér í bíla-LEGO. Pressan er bara aðeins meiri hjá þeim því allt verður að heppnast.“Annar fljúgandi Finni Ein stærstu tíðindin á ökumannamarkaðnum var þegar Finninn Valtteri Bottas var keyptur frá Williams yfir til meistara Mercedes eftir að Rosberg ákvað óvænt að hætta. Það kemur Rúnari ekki á óvart að hann fái svona stórt tækifæri. „Þetta er magnaður ökumaður. Yfirleitt koma bara góðir Finnar inn í Formúluna. Hann náði frábærum árangri með Williams og það hjálpar honum að Williams var að nota Mercedes-vélar. Mercedes þekkir hann því aðeins í gegnum þau samskipti. Hann er ofboðslega fljótur og engin spurning að hann á þetta sæti skilið,“ segir Rúnar.Upprisa Ferrari Ferrari, stærsta og frægasta liðið í Formúlu 1, hefur ekki eignast heimsmeistara frá árinu 2007 þegar Kimi Räikkönen sigraði. Þeir rauðu hafa lent undir í baráttunni við Red Bull fyrst og svo Mercedes en nú gæti orðið breyting á. „Ég er spenntur fyrir Ferrari og trúi ekki öðru en að þetta stóra og sterka lið sýni klærnar. Það vann ekki eina keppni í fyrra sem er algjörlega óásættanlegt hjá Ferrari. Menn í heimahögunum eru búnir að fá nóg þannig að ég treysti á þá,“ segir Rúnar sem sér rauðklæddan ökuþór fagna í haust. „Þetta gæti fallið bæði fyrir Sebastian Vettel og Räikkönen. Ég spái ökumanni Ferrari sigri en menn þurfa að passa sig á Hamilton. Hann tapaði titlinum til Rosbergs í fyrra og er staðráðinn í að endurheimta hann. Hamilton var svakalega ósáttur þannig að það er allt undir hjá honum og Ferrari-mönnum,“ segir Rúnar Jónsson. Formúla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
„Við erum að fara að sjá öflugasta Formúlu 1-tímabil frá upphafi. Það er þannig sem menn tala um þetta ár.“ Þetta segir Rúnar Jónsson, aðalsérfræðingur Stöðvar 2 Sport um nýtt tímabil í Formúlunni sem hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar bílarnir ræsa af stað í Ástralíu. Óvissan er mikil fyrir tímabilið vegna mikilla breytinga á bílunum en eitt er ljóst: Ríkjandi heimsmeistari ver ekki titilinn. Nico Rosberg, sem ók fyrir Mercedes, þakkaði fyrir sig eftir að vinna sinn fyrsta titil á síðasta ári og lagði hjálminn á hilluna.Miklu fljótari bílar „Breytingar á smíði bílanna eru svakalegar. Það er búið að breikka þá alla, breikka vængina og dekkin. Menn fá allt að 30 prósent meira niðurtog og bílarnir eru með 25 prósent breiðari dekk,“ segir Rúnar en hverju skilar þetta allt saman? „Miklu hraðskreiðari bílum. Við sáum það strax við æfingarnar í Barcelona í vetur að menn voru að keyra fjórum sekúndum hraðar en í fyrra. Kimi Räikkönen var með besta tímann alveg eins og í fyrra. Þessir bílar eru bara þvílíkar græjur núna.“ Rúnar segir liðin halda spilunum þétt að sér eins og vanalega og því er erfitt að lesa í hvað gerist í Ástralíu þegar fyrsta keppnin fer fram. „Það er alltaf ákveðin óvissa en maður vonast með þessum breytingum til að fleiri lið geti tekið þátt í toppbaráttunni. Þetta hefur verið algjör einokun Mercedes undanfarin ár. Ferrari-bílarnir koma gríðarlega öflugir til leiks og þar virðist vera alvöru keppinautur. Liðin eru samt alltaf eitthvað að laumupúkast þannig að við sjáum hvað kemur upp úr krafsinu á sunnudaginn,“ segir Rúnar.Samkeppnin mikilvæg Eftir fjögur ár af algjörri drottnun Red Bull þar sem Sebastian Vettel vann fjórum sinnum í röð tóku við þrjú ár af annarri eins drottnun Mercedes. Lewis Hamilton vann tvö ár í röð og Nico Rosberg í fyrra. Rúnar viðurkennir fúslega að samkeppnin verði að vera meiri svo að þetta sé áhugavert. „Algjörlega. Meira að segja þegar Michael Schumacher vann fimm sinnum í röð fékk hann samt alvöru samkeppni frá Mika Häkkinen, David Coulthart, bróður sínum Ralf og fleirum. Hann var að vinna í spennandi keppnum. Það er líka hugmyndin með þessum breytingum að stokka upp spilin til að koma fleiri liðum inn í baráttuna. Það er ekkert gaman þegar eitt lið stingur af,“ segir Rúnar en eins og alltaf hafa liðin lagt mikið í sölurnar. „Með þessum miklu breytingum gjörbreytist landslagið. Það er allt öðruvísi nema vélbúnaðurinn. Óvissan er svo mikil því það eru svo margir framleiðendur með aragrúa starfsmanna. Bara Mercedes er með 1.500 starfsmenn og Ferrari með í kringum 1.000. Þessi lið eru með um 100 manna hönnunarteymi sem eru bara að leika sér í bíla-LEGO. Pressan er bara aðeins meiri hjá þeim því allt verður að heppnast.“Annar fljúgandi Finni Ein stærstu tíðindin á ökumannamarkaðnum var þegar Finninn Valtteri Bottas var keyptur frá Williams yfir til meistara Mercedes eftir að Rosberg ákvað óvænt að hætta. Það kemur Rúnari ekki á óvart að hann fái svona stórt tækifæri. „Þetta er magnaður ökumaður. Yfirleitt koma bara góðir Finnar inn í Formúluna. Hann náði frábærum árangri með Williams og það hjálpar honum að Williams var að nota Mercedes-vélar. Mercedes þekkir hann því aðeins í gegnum þau samskipti. Hann er ofboðslega fljótur og engin spurning að hann á þetta sæti skilið,“ segir Rúnar.Upprisa Ferrari Ferrari, stærsta og frægasta liðið í Formúlu 1, hefur ekki eignast heimsmeistara frá árinu 2007 þegar Kimi Räikkönen sigraði. Þeir rauðu hafa lent undir í baráttunni við Red Bull fyrst og svo Mercedes en nú gæti orðið breyting á. „Ég er spenntur fyrir Ferrari og trúi ekki öðru en að þetta stóra og sterka lið sýni klærnar. Það vann ekki eina keppni í fyrra sem er algjörlega óásættanlegt hjá Ferrari. Menn í heimahögunum eru búnir að fá nóg þannig að ég treysti á þá,“ segir Rúnar sem sér rauðklæddan ökuþór fagna í haust. „Þetta gæti fallið bæði fyrir Sebastian Vettel og Räikkönen. Ég spái ökumanni Ferrari sigri en menn þurfa að passa sig á Hamilton. Hann tapaði titlinum til Rosbergs í fyrra og er staðráðinn í að endurheimta hann. Hamilton var svakalega ósáttur þannig að það er allt undir hjá honum og Ferrari-mönnum,“ segir Rúnar Jónsson.
Formúla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira