Kalifornía hunsar Trump í mengunarmálum Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 12:39 Volkswagen Golf bíll með dísilvél í mengunarprófunum í Kaliforníu. Kaliforníuríki ætlar að halda sig við þau mengunarviðmið sem Obama stjórnin samþykkti á sínum tíma en Donald Trump hefur nú tekið úr gildi. Með því fara yfirvöld í Kaliforníu gegn samþykktum Trump varðandi leyfilega mengun frá bílum. Kaliforníuríki hefur gegnum tíðina gengið ríkja lengst í umhverfisvernd í Bandaríkjunum og vill að strangar reglur gildi um leyfilega mengun frá bílum og vill halda sig við þau markmið sett voru af Obama. Sett höfðu verið ákveðin markmið um hámarksútblástur frá bílum fyrir árin 2022 til 2025 af Obama stjórninni og við þau verður miðað, sama hvaða viðmið Trump stjórnin mun setja. Þessi afstaða setur fleyg á milli Bandaríkjastjórnar og ráðamanna í Kaliforníu og er til marks um það að ekki ríki samstaða um ákvarðanir Trump og sumra ráðamanna í ákveðnum ríkjum landsins. Ekki er víst að afstaða Kaliforníuríkis gleðji bandarísku bílaframleiðendurna Ford, GM og Fiat Chrysler sem einmitt hafa þrýst á um tilslakanir á fyrri markmiðum. Á þær hefur Trump hlustað og afnumið fyrri markmið, að minnsta kosti tímabundið. Kalifornía hefur ennfremur sett það markmið að árið 2025 verði að minnsta kosti 15% bílaflotans þar rafmagnsbílar eða tengitvinnbílar, en þeir eru um 3% þar í dag. Við þetta verður áfram miðað hver svo sem markmið Bandaríkjastjórnar verður í þeim efnum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent
Kaliforníuríki ætlar að halda sig við þau mengunarviðmið sem Obama stjórnin samþykkti á sínum tíma en Donald Trump hefur nú tekið úr gildi. Með því fara yfirvöld í Kaliforníu gegn samþykktum Trump varðandi leyfilega mengun frá bílum. Kaliforníuríki hefur gegnum tíðina gengið ríkja lengst í umhverfisvernd í Bandaríkjunum og vill að strangar reglur gildi um leyfilega mengun frá bílum og vill halda sig við þau markmið sett voru af Obama. Sett höfðu verið ákveðin markmið um hámarksútblástur frá bílum fyrir árin 2022 til 2025 af Obama stjórninni og við þau verður miðað, sama hvaða viðmið Trump stjórnin mun setja. Þessi afstaða setur fleyg á milli Bandaríkjastjórnar og ráðamanna í Kaliforníu og er til marks um það að ekki ríki samstaða um ákvarðanir Trump og sumra ráðamanna í ákveðnum ríkjum landsins. Ekki er víst að afstaða Kaliforníuríkis gleðji bandarísku bílaframleiðendurna Ford, GM og Fiat Chrysler sem einmitt hafa þrýst á um tilslakanir á fyrri markmiðum. Á þær hefur Trump hlustað og afnumið fyrri markmið, að minnsta kosti tímabundið. Kalifornía hefur ennfremur sett það markmið að árið 2025 verði að minnsta kosti 15% bílaflotans þar rafmagnsbílar eða tengitvinnbílar, en þeir eru um 3% þar í dag. Við þetta verður áfram miðað hver svo sem markmið Bandaríkjastjórnar verður í þeim efnum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent