Allar spá þær Snæfelli og Keflavík í úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stjörnukonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Snæfellingurinn Berglind Gunnarsdóttur brugðu á leik með nýja bikarinn sem nú verður keppt um í fyrsta sinn. Báðar voru þær valdar í úrvalslið seinni hlutans. vísir/eyþór Róðurinn verður þungur fyrir félögin tvö sem stíga í vikunni sín fyrstu spor í úrslitakeppni kvenna ef marka má þá sjö leikmenn Domino’s-deildar kvenna sem Fréttablaðið leitaði til. Spámannahópurinn er sammála um það að Snæfell og Keflavík spili til úrslita um titilinn í ár og allar nema tvær spá því að Snæfellsliðið verði Íslandsmeistari.Snæfellsstelpur fá nú tækifæri til að gera það sem engu kvennaliði hefur tekist áður í sögu úrslitakeppninnar sem er að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum. Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Þetta eru nýliðar deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigursælustu kvennalið síðustu ára.Spámenn Fréttablaðsins hafa miklu meiri trú á fastagestum úrslitakeppninnar síðustu ár, Íslandsmeisturum Snæfells og bikarmeisturum Keflavíkur. Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deildinni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslitakeppni. Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skallagrími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Róðurinn verður þungur fyrir félögin tvö sem stíga í vikunni sín fyrstu spor í úrslitakeppni kvenna ef marka má þá sjö leikmenn Domino’s-deildar kvenna sem Fréttablaðið leitaði til. Spámannahópurinn er sammála um það að Snæfell og Keflavík spili til úrslita um titilinn í ár og allar nema tvær spá því að Snæfellsliðið verði Íslandsmeistari.Snæfellsstelpur fá nú tækifæri til að gera það sem engu kvennaliði hefur tekist áður í sögu úrslitakeppninnar sem er að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum. Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Þetta eru nýliðar deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigursælustu kvennalið síðustu ára.Spámenn Fréttablaðsins hafa miklu meiri trú á fastagestum úrslitakeppninnar síðustu ár, Íslandsmeisturum Snæfells og bikarmeisturum Keflavíkur. Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deildinni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslitakeppni. Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skallagrími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira