Telja að vöxtur ferðamanna muni dragast saman Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 10:00 Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn. Vísir/Vilhelm Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30
Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30