Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2017 12:03 Gylfa er brugðið, segir handritið ótrúlega ósvífið og lýsa einlægum brotavilja. Lykilpersónan í leikritinu, handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari, er Ólafur Ólafsson fjárfestir. Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands, og efnahags- og viðskiptaráðherra 2009–2010, segir þá sögu sem sögð var á kynningu Rannsóknarnefndar Alþingis, um einkavæðingu Búnaðarbankans, ekki fallega. „Þetta er talsvert ljótara en maður bjóst við og mátti þó búast við ýmsu.“ Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. „Þetta er ótrúlegt. Það hefur verið grunur um það árum saman að þessi banki hafi verið hluti af einhverju leikriti og nú sjáum við það handrit. Þetta er ótrúlegt.“Yfirgengileg ósvífniGylfi segir handritið ósvífið svo af ber. „Þarna er svo einlægur brotavilji að maður trúir því varla.“ Gylfi tekur fram að hann hafi ekki enn lesið skýrsluna var viðstaddur skilmerkilega kynningu á henni. Lykilpersónan í leikritinu, handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari, er Ólafur Ólafsson fjárfestir. Má ganga svo langt að segja hann hafa stolið bankanum? „Ég ætla nú ekki að gera þau orð að mínum. En þetta er flétta sem endar með miklum hagnaði fyrir hann og aðra. Það er ávinningur þarna sem skiptir verulega háum upphæðum. Upphæðum sem venjulegt launafólk skilur varla. Þetta eru margfaldar ævitekjur venjulegs Íslendings.“Hvernig gat þetta gerst?Þegar bankinn var seldur á sínum tíma var Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra. Þá var sett á fót sérstök ráðherranefnd vegna sölunnar og Gylfi ætlar að aðrir ráðherrar hafi haft meira um það að segja hvernig þetta spilaðist. Skýrsluhöfundar segja að ekkert bendi til þess að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem þá fóru fyrir ríkisstjórninni, hafi verið kunnugt um að þarna væru blekkingar hafðar uppi. Það sem hins vegar liggur fyrir er að eftirlitið brást. „Það liggur í augum uppi að seljendur voru blekktir sem hlýtur að vekja spurningar um hvort þeir hefðu mátt fara fram á meiri kostgæfnisrannsókn. Þeir virðast hafa verið blekktir. Maður hlýtur að spyrja sig hvernig það gat gerst.“Víti til varnaðarGylfi telur þetta hljóta að setja strik í reikninginn hvað varðar eindregin einkavæðingaráform núverandi ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað víti til varnaðar. Menn hljóta að reyna að draga af þessu einhvern lærdóm. Einfaldasti lærdómurinn er að flýta sér hægt. Það liggur ekki lífið á að selja hlut í banka og kannski eigum við bara að fara rólega í það?“ Gylfi segist spurður hvort ekki blasi við að þarna sé um glæpsamlegt athæfi að ræða ekki vera löglærður. „Manni finnst að það hljóti að vera. En aðrir verða að skera úr um það. Ég veit náttúrlega ekki hvernig er með fyrningu og annað,“ segir Gylfi. Hann bendir jafnframt á að nú hljóti menn að setja kraft í gerð skýrslu um einkavæðingu sem lengi hefur verið beðið eftir og enn er ekki byrjað að semja sem fjallar um einkavæðinguna alla. Ekki sé hægt að setja punktinn aftan við söguna með þessari skýrslu, þó gott sé að sá kafli sé kominn og fyrirliggjandi. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands, og efnahags- og viðskiptaráðherra 2009–2010, segir þá sögu sem sögð var á kynningu Rannsóknarnefndar Alþingis, um einkavæðingu Búnaðarbankans, ekki fallega. „Þetta er talsvert ljótara en maður bjóst við og mátti þó búast við ýmsu.“ Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. „Þetta er ótrúlegt. Það hefur verið grunur um það árum saman að þessi banki hafi verið hluti af einhverju leikriti og nú sjáum við það handrit. Þetta er ótrúlegt.“Yfirgengileg ósvífniGylfi segir handritið ósvífið svo af ber. „Þarna er svo einlægur brotavilji að maður trúir því varla.“ Gylfi tekur fram að hann hafi ekki enn lesið skýrsluna var viðstaddur skilmerkilega kynningu á henni. Lykilpersónan í leikritinu, handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari, er Ólafur Ólafsson fjárfestir. Má ganga svo langt að segja hann hafa stolið bankanum? „Ég ætla nú ekki að gera þau orð að mínum. En þetta er flétta sem endar með miklum hagnaði fyrir hann og aðra. Það er ávinningur þarna sem skiptir verulega háum upphæðum. Upphæðum sem venjulegt launafólk skilur varla. Þetta eru margfaldar ævitekjur venjulegs Íslendings.“Hvernig gat þetta gerst?Þegar bankinn var seldur á sínum tíma var Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra. Þá var sett á fót sérstök ráðherranefnd vegna sölunnar og Gylfi ætlar að aðrir ráðherrar hafi haft meira um það að segja hvernig þetta spilaðist. Skýrsluhöfundar segja að ekkert bendi til þess að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem þá fóru fyrir ríkisstjórninni, hafi verið kunnugt um að þarna væru blekkingar hafðar uppi. Það sem hins vegar liggur fyrir er að eftirlitið brást. „Það liggur í augum uppi að seljendur voru blekktir sem hlýtur að vekja spurningar um hvort þeir hefðu mátt fara fram á meiri kostgæfnisrannsókn. Þeir virðast hafa verið blekktir. Maður hlýtur að spyrja sig hvernig það gat gerst.“Víti til varnaðarGylfi telur þetta hljóta að setja strik í reikninginn hvað varðar eindregin einkavæðingaráform núverandi ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað víti til varnaðar. Menn hljóta að reyna að draga af þessu einhvern lærdóm. Einfaldasti lærdómurinn er að flýta sér hægt. Það liggur ekki lífið á að selja hlut í banka og kannski eigum við bara að fara rólega í það?“ Gylfi segist spurður hvort ekki blasi við að þarna sé um glæpsamlegt athæfi að ræða ekki vera löglærður. „Manni finnst að það hljóti að vera. En aðrir verða að skera úr um það. Ég veit náttúrlega ekki hvernig er með fyrningu og annað,“ segir Gylfi. Hann bendir jafnframt á að nú hljóti menn að setja kraft í gerð skýrslu um einkavæðingu sem lengi hefur verið beðið eftir og enn er ekki byrjað að semja sem fjallar um einkavæðinguna alla. Ekki sé hægt að setja punktinn aftan við söguna með þessari skýrslu, þó gott sé að sá kafli sé kominn og fyrirliggjandi.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56