Settu fókus á eitt ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:45 Haukur veltir fyrir sér hverju Íslendingar sóttust eftir í erlendu samstarfi á kaldastríðsárunum. Vísir/Stefán Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira