BL kynnir rafmagnsbílinn Renault ZOE Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 14:41 Renault Zoe er fremur smár bíll en með mikla drægni. Rafmagnsbíllinn ZOE er ekki alveg nýr af nálinni frá Renault en þetta er í fyrsta sinn sem hann er kynntur hér á landi enda ákvað BL að bíða með kynninguna þar til Renault markaðssetti bílinn með alveg nýrri og langdrægari rafhlöðu sem hentar betur íslenskum aðstæðum. Uppgefin drægni framleiðanda er um 400 km samkvæmt stöðluðum mæliaðferðum NEDC (New Europeean Driving Cycle). Ætla má að við íslenskar aðstæður sé meðaldrægni á hverri hleðslu nær 300 km sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki.Heimahleðslustöð í tilefni frumsýningarHægt er að hlaða ZOE á öllum hraðhleðslustöðvum ON sem verið er að setja upp víða um land, en auk þess er hægt að hlaða bílinn með 3ja fasa heimahleðslustöð á tveimur og hálfri klukkustund. Í tilefni kynningar BL á ZOE býður BL fría heimahleðslustöð að andvirði 110 þúsund króna með öllum seldum ZOE til aprílloka og á tilboðið einnig við um þá sem staðfesta kaup á sama tímabili. BL kynnir Renault ZOE í vel búinni Intens útgáfu sem er með öllum helsta öryggisbúnaði Renault sem aflaði bílnum 5 stjarna í öryggisprófunum EuroNCAP. Meðal staðalbúnaðar er sjálfvirkur hitastillir sem hitar bílinni upp að morgni áður en lagt er af stað út í umferðina, 16 álfelgur, LED dagljós og sjálfvirk hækkun og lækkun aðalljósa, regnskynjari á rúðuþurrkum, bakkmyndavél og R-link marmiðlunarbúnaður með 7“ snertiskjá og Bluetooth streymi fyrir síma og tónlist. Í þessari útfærslu kostar Renaut ZOE Intens 3.690.000 krónur. ZOE er einnig hægt að fá í BOSE-útgáfu með fullkomnu hljómkerfi og leðursætum.Renault Zoe kemur með nýja vídd á rafmagnsbílamarkaðinn hérlendis. Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Rafmagnsbíllinn ZOE er ekki alveg nýr af nálinni frá Renault en þetta er í fyrsta sinn sem hann er kynntur hér á landi enda ákvað BL að bíða með kynninguna þar til Renault markaðssetti bílinn með alveg nýrri og langdrægari rafhlöðu sem hentar betur íslenskum aðstæðum. Uppgefin drægni framleiðanda er um 400 km samkvæmt stöðluðum mæliaðferðum NEDC (New Europeean Driving Cycle). Ætla má að við íslenskar aðstæður sé meðaldrægni á hverri hleðslu nær 300 km sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki.Heimahleðslustöð í tilefni frumsýningarHægt er að hlaða ZOE á öllum hraðhleðslustöðvum ON sem verið er að setja upp víða um land, en auk þess er hægt að hlaða bílinn með 3ja fasa heimahleðslustöð á tveimur og hálfri klukkustund. Í tilefni kynningar BL á ZOE býður BL fría heimahleðslustöð að andvirði 110 þúsund króna með öllum seldum ZOE til aprílloka og á tilboðið einnig við um þá sem staðfesta kaup á sama tímabili. BL kynnir Renault ZOE í vel búinni Intens útgáfu sem er með öllum helsta öryggisbúnaði Renault sem aflaði bílnum 5 stjarna í öryggisprófunum EuroNCAP. Meðal staðalbúnaðar er sjálfvirkur hitastillir sem hitar bílinni upp að morgni áður en lagt er af stað út í umferðina, 16 álfelgur, LED dagljós og sjálfvirk hækkun og lækkun aðalljósa, regnskynjari á rúðuþurrkum, bakkmyndavél og R-link marmiðlunarbúnaður með 7“ snertiskjá og Bluetooth streymi fyrir síma og tónlist. Í þessari útfærslu kostar Renaut ZOE Intens 3.690.000 krónur. ZOE er einnig hægt að fá í BOSE-útgáfu með fullkomnu hljómkerfi og leðursætum.Renault Zoe kemur með nýja vídd á rafmagnsbílamarkaðinn hérlendis.
Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent