Volkswagen og Tata ætla að þróa saman bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 09:00 Tata á meðal annars Jaguar Land Rover. Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent
Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent