Fjórflokkurinn varð að fimmflokki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2017 09:30 "Ég áræddi ekki að sýna þekktum flytjendum lögin mín fyrr en fyrir svona tíu árum en hef aldrei fengið nei,“ segir Þorvaldur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira