Einlægt viðtal við Svölu: „Hef þurft að fara á svið í bullandi kvíðakasti“ Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. mars 2017 11:30 „Ég vaknaði í morgun og hugsaði strax hvort mig væri hreinlega að dreyma,“ segir Svala Björgvinsdóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið. Lagið Paper verður því framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Úkraínu í maí. Svala er gestur vikunnar í Poppkastinu. „Þetta var eiginlega eins og það kæmi hvirfilbylur, tæki mann upp og henti manni síðan aftur niður. Ég náði eiginlega ekki að taka þetta inn og var mjög lengi að fatta þetta. Svo bara allt í einu fattaði ég að við værum að fara út með þetta lag,“ segir Svala sem bjóst ekki við því að vinna keppnina fyrirfram. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Viðtalið við Svölu hefst þegar 17:54 er liðið af þættinum. „Ég er ekki sigurviss týpa að eðlisfari og er í raun frekar skeptísk. Ég er alveg draumóramanneskja en mjög raunsæ líka. Það voru líka svo mörg góð lög og þetta var svo rosalega sterk keppni á ár og ein sú flottasta, eins og við sáum í því að það var metáhorf og metkosning, sem segir manni svo mikið að við vorum með flott lög í ár.“ Söngkonan segir að allavega fimm lög hafi náð að verða gríðarlega vinsæl í aðdraganda lokakvöldsins.Fékk sjokk„Ég var því í algjöru sjokki þegar úrslitin voru kynnt og þetta kom mér raunverulega mjög á óvart. Ég var team Daði, þó ég sé vissulega líka team Svala. Ég elska Daða og lagið hans og er bara orðin ótrúlega mikill aðdáandi. Ég var svo mikið að vonast að þetta yrðu við tvö í einvíginu en hélt alveg að Aron Hannes yrði þar.“ Svala segist hafa farið strax í það að hugsa út í atriðið í lokakeppninni í Kænugarði. „Um leið og þetta var orðið ljóst fórum ég og Einar strax að kasta hugmyndum á milli okkar. Við viljum taka atriði á allt annað level núna. Þarna verður rosalegt svið og þetta verður bara svo miklu stærra, þannig að maður verður að setja gjörsamlega allt í atriðið. Núna getur maður leyft sér miklu meira. Í þessari keppni þurftum við að vinna innan rammans sem okkur var gefið, sem var mjög flottur en núna getum við farið ennþá lengra.“Ætlar þú að vinna Eurovision?„Vá þetta er erfið spurning. Auðvitað vilja allir sem keppa í þessu og öll löndin vinna en maður fer inn í þetta hógvær og með fæturna niðri á jörðinni, því maður veit ekki alveg hvernig þetta fer. Það er bara mikilvægt að fara inn í þetta með það hugafar að gera sitt allra allra besta og setja tvö hundruð prósent í þetta og vona að það skili sér,“ segir Svala og bætir við að Íslendingar séu það mikið keppnisfólk að eðlilega haldi allir alltaf að við séum að fara vinna þessa keppni.„Það er bara allt í lagi og það er bara frábært og fallegt og ekkert að því. Ég vona bara að fólkið í Evrópu nái að tengja við lagið og lagið fari sem lengst, eins og það á að fara. Ég veit ekki hvort ég ætli mér að fara í ferðalag um Evrópu og túra, ég veit ekki hvort það eigi eftir að skila sér. Stundum gerir það ekki neitt, og stundum gerir það eitthvað. Það fer í raun og veru eftir því hvernig listamaðurinn er og hvað teymið vill gera. Svo snýst þetta einnig um fjármagn. Það kostar helling að túra og fara með allt dótið um alla Evrópu.“ Hún segist aldrei áður hafa pælt einu sinni í því að taka þátt í Eurovision. „Ég tók þátt árið 2008 sem lagahöfundur af því að ég var beðin um það og þá var allt öðruvísi fyrirkomulag á undankeppninni. Það var rosalega gaman en það var allt öðruvísi nálgun heldur en þetta var núna. Núna er ég með lag sem ég samdi, en núna er ég að flytja það sjálf og er að fara svo persónulega inn í þetta.“ Svala segir að Einar Egilsson, eiginmaður hennar, hafi fengið þá hugmynd að senda lagið inn í söngvakeppnina. „Þetta er svo rosalega stórt lag og við hugsuðum bara með okkur að lagið yrði að fara á einhvern epískan stað. Við sendum lagið inn bara á síðasta skiladegi. Ég hugsaði bara með mér að ég væri svo stolt af laginu að ég gæti staðið svo þétt á bakvið það. Ég trúi svo mikið á þetta lag og það er svo ótrúlega persónulegt.“Er ekki erfitt að fara inn í keppnina með svona persónulegt lag?„Mér finnst það eiginlega betra og þá get ég farið einhvern veginn svo einlægt inn í þetta. Ég hef miklu meira sjálfstraust og er mun öruggari þegar þetta er svona persónulegt lag. Ég hef verið mjög opinská með það í fjölmiðlum hér á landi að ég hef þurft að glíma við kvíða frá unglingsaldri, og mjög alvarlega kvíðaröskun. Ég hef átt mjög erfiða tíma og inni á milli ógeðslega góða tíma. Þeir sem díla við kvíða vita hvað ég á við, og þetta er bara mjög erfitt. Þetta lag snýst um það að vera í þessu erfiða sambandi við sjálfan þig, en samt að skammast sín ekki fyrir það og opna sig frekar.“ Hún segir okkur lifa á mjög skrítnum tíma í dag með öllum samfélagsmiðlunum. „Það eru allir með selfie og alla filterana og þetta snýst svo mikið um að fá læk og allir vilja vera svo perfekt en maður veit að allir þurfa að takast á við eitthvað erfitt. Það lifir enginn fullkomnu lífi, akkúrat enginn. Sama hver það er, það þurfa allir að takast á við eitthvað og mér finnst svo mikilvægt að vera stundum bara svolítið einlægur og koma til dyranna eins og maður er klæddur. Paper er myndlíking um tilfinningar og sálina í manni. Þú getur tekið pappír og rifið hann, brennt hann, búið til fallegt listaverk úr honum. Bæði góða og slæma hluti.“Svala segir að kvíðinn hennar hafi á tímabili verið það slæmur að hún gat varla farið út úr húsi. „Það sem mér fannst mikilvægast var að þegar ég byrjaði að tala opinskátt um þetta við fjölskyldu, vini og svo opinberlega við fjölmiðla, þá fann ég einhvern veginn að ég væri bara búin að sleppa þessu frá mér og ég var ekki að lifa í þessari skömm. Maður er oft með móral yfir því að maður sé ekki fullkomin og með allt á hreinu. Það er allt í lagi að tala um þetta og það gerir þig ekkert veikari. Þetta er boðskapur sem mig langar að dreifa úti með laginu og segja bara nákvæmlega hvað ég hef gengið í gegnum.“ Hún segir tónlistina hafa hjálpað sér mikið í baráttunni við kvíðann.Öryggistaðurinn er tónlistin„Ég hef verið að syngja rosalega lengi. Mér líður eiginlega alltaf langbest þegar ég er að semja, syngja eða öllu sem tengist tónlist. Þar er mesta öryggið og minn öryggisstaður. Þá finn ég fyrir einhverju tilgangi og hver ég er. Þegar ég hef verið á erfiðum stað hef ég notað tónlistina til að semja um það. Ég hef notað tónlistina sem einskonar meðferð við kvíðanum. Ég hef túrað um allan heim og þurft að fara á svið í bullandi kvíðakasti og ég hef bara farið út og sungið í gegnum það. Svo kem ég af sviðinu og mér líður eins og ég hafi farið til læknis, bara eins og ég hafi verið að öskra þessu út.“ Svala var spurð út í það hvaða lag væri uppáhalds Eurovision lagið hennar og kom þá í ljós að það væri ekki lagið Núna eftir Björgvin Halldórsson, en eins og svo margir vita þá er hann faðir Svölu. „Sem krakki var lagið með Celine Dion uppáhalds en í dag er það líklega lagið Euphoria með Loreen. Hún er frábær og þegar ég sá hana vinna þessa keppni hugsaði ég með mér að þetta væri alvöru vettvangur til að koma sér áfram í þessum bransa.“ Hún segist hafa verið með smá fordóma fyrir Eurovision áður fyrr. „Ég var svolítið too cool for school og fannst þetta ekki nægilega töff á sínum tíma. Mér fannst ég eitthvað ekki nægilega mikill listamaður að taka þátt í þessu, en svo bara fara þessir fordómar af manni af því að ég hafði alltaf svo lúmskt gaman af þessu. Var alltaf að horfa á þetta, en sagði engum frá því. Þetta er orðið mun flottari keppni líka. Þetta var alveg pínu hallærislegt á níunda og tíunda áratuginum.“Eiginmaður í lykilhlutverki Svala segir að hún hafi verið með fimm aðila úr Gospelkór Fíladelfíu í bakröddum baksviðs þegar hún flutti lagið og býst hún fastlega við því að svo verði í Úkraínu. Svala gaf á dögunum út tónlistarmyndband við lagið Paper en Einar Egilsson, eiginmaður Svölu, sá um leikstjórn og klippingu. „Hann gerir öll myndböndin fyrir Steed Lord og Blissful og hann er bara með þrjá heila einhverstaðar geymda,“ segir Svala en það var greinilegt að Einar bar tilfinningarnar utan á sér á laugardagkvöldið. Einar táraðist í miðju viðtali við Ranghildi Steinunni þegar hann lýsti því hversu stoltur hann væri af Svölu. „Hann sagði við mig áður en hún kom að hann treysti sér varla í þetta viðtal, hann var svo hræddur um að fara að gráta. Hann er alltaf voðalega yfirvegaður en með svo mikið bangsahjarta inni í sér. Hann brotnar mjög auðveldlega niður og elskar mig svo mikið og ég elska hann svo mikið. Við erum búin að vera saman frá því að við vorum unglingar. Þetta er lag sem við sömdum saman um það hvað ég hef gengið í gegnum, og hann hefur gengið í gegnum með mér. Þetta er bara svo mikið persónulegt að auðvitað er hann nálægt því að fara að grenja.“ Svala endar viðtalið á þessum orðum: „Takk allir sem kusu mig. Það er voðalega erfitt að lýsa því hversu þakklát ég er og hversu miklu máli þetta skipti fyrir mig. Það er ekki eitthvað sem ég tek sjálfsagt. Það virkilega fór alveg inn í hjartað og ég mun aldrei gleyma því.“Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sautjánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.Poppkastið Eurovision Poppkastið Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Þjóðin var nokkuð viss í sinni sök. 13. mars 2017 10:16 Svala gefur út myndband við lagið Paper Lagið er framlag Svölu til Söngvakeppninnar í ár en úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. 11. mars 2017 15:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég vaknaði í morgun og hugsaði strax hvort mig væri hreinlega að dreyma,“ segir Svala Björgvinsdóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið. Lagið Paper verður því framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Úkraínu í maí. Svala er gestur vikunnar í Poppkastinu. „Þetta var eiginlega eins og það kæmi hvirfilbylur, tæki mann upp og henti manni síðan aftur niður. Ég náði eiginlega ekki að taka þetta inn og var mjög lengi að fatta þetta. Svo bara allt í einu fattaði ég að við værum að fara út með þetta lag,“ segir Svala sem bjóst ekki við því að vinna keppnina fyrirfram. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Viðtalið við Svölu hefst þegar 17:54 er liðið af þættinum. „Ég er ekki sigurviss týpa að eðlisfari og er í raun frekar skeptísk. Ég er alveg draumóramanneskja en mjög raunsæ líka. Það voru líka svo mörg góð lög og þetta var svo rosalega sterk keppni á ár og ein sú flottasta, eins og við sáum í því að það var metáhorf og metkosning, sem segir manni svo mikið að við vorum með flott lög í ár.“ Söngkonan segir að allavega fimm lög hafi náð að verða gríðarlega vinsæl í aðdraganda lokakvöldsins.Fékk sjokk„Ég var því í algjöru sjokki þegar úrslitin voru kynnt og þetta kom mér raunverulega mjög á óvart. Ég var team Daði, þó ég sé vissulega líka team Svala. Ég elska Daða og lagið hans og er bara orðin ótrúlega mikill aðdáandi. Ég var svo mikið að vonast að þetta yrðu við tvö í einvíginu en hélt alveg að Aron Hannes yrði þar.“ Svala segist hafa farið strax í það að hugsa út í atriðið í lokakeppninni í Kænugarði. „Um leið og þetta var orðið ljóst fórum ég og Einar strax að kasta hugmyndum á milli okkar. Við viljum taka atriði á allt annað level núna. Þarna verður rosalegt svið og þetta verður bara svo miklu stærra, þannig að maður verður að setja gjörsamlega allt í atriðið. Núna getur maður leyft sér miklu meira. Í þessari keppni þurftum við að vinna innan rammans sem okkur var gefið, sem var mjög flottur en núna getum við farið ennþá lengra.“Ætlar þú að vinna Eurovision?„Vá þetta er erfið spurning. Auðvitað vilja allir sem keppa í þessu og öll löndin vinna en maður fer inn í þetta hógvær og með fæturna niðri á jörðinni, því maður veit ekki alveg hvernig þetta fer. Það er bara mikilvægt að fara inn í þetta með það hugafar að gera sitt allra allra besta og setja tvö hundruð prósent í þetta og vona að það skili sér,“ segir Svala og bætir við að Íslendingar séu það mikið keppnisfólk að eðlilega haldi allir alltaf að við séum að fara vinna þessa keppni.„Það er bara allt í lagi og það er bara frábært og fallegt og ekkert að því. Ég vona bara að fólkið í Evrópu nái að tengja við lagið og lagið fari sem lengst, eins og það á að fara. Ég veit ekki hvort ég ætli mér að fara í ferðalag um Evrópu og túra, ég veit ekki hvort það eigi eftir að skila sér. Stundum gerir það ekki neitt, og stundum gerir það eitthvað. Það fer í raun og veru eftir því hvernig listamaðurinn er og hvað teymið vill gera. Svo snýst þetta einnig um fjármagn. Það kostar helling að túra og fara með allt dótið um alla Evrópu.“ Hún segist aldrei áður hafa pælt einu sinni í því að taka þátt í Eurovision. „Ég tók þátt árið 2008 sem lagahöfundur af því að ég var beðin um það og þá var allt öðruvísi fyrirkomulag á undankeppninni. Það var rosalega gaman en það var allt öðruvísi nálgun heldur en þetta var núna. Núna er ég með lag sem ég samdi, en núna er ég að flytja það sjálf og er að fara svo persónulega inn í þetta.“ Svala segir að Einar Egilsson, eiginmaður hennar, hafi fengið þá hugmynd að senda lagið inn í söngvakeppnina. „Þetta er svo rosalega stórt lag og við hugsuðum bara með okkur að lagið yrði að fara á einhvern epískan stað. Við sendum lagið inn bara á síðasta skiladegi. Ég hugsaði bara með mér að ég væri svo stolt af laginu að ég gæti staðið svo þétt á bakvið það. Ég trúi svo mikið á þetta lag og það er svo ótrúlega persónulegt.“Er ekki erfitt að fara inn í keppnina með svona persónulegt lag?„Mér finnst það eiginlega betra og þá get ég farið einhvern veginn svo einlægt inn í þetta. Ég hef miklu meira sjálfstraust og er mun öruggari þegar þetta er svona persónulegt lag. Ég hef verið mjög opinská með það í fjölmiðlum hér á landi að ég hef þurft að glíma við kvíða frá unglingsaldri, og mjög alvarlega kvíðaröskun. Ég hef átt mjög erfiða tíma og inni á milli ógeðslega góða tíma. Þeir sem díla við kvíða vita hvað ég á við, og þetta er bara mjög erfitt. Þetta lag snýst um það að vera í þessu erfiða sambandi við sjálfan þig, en samt að skammast sín ekki fyrir það og opna sig frekar.“ Hún segir okkur lifa á mjög skrítnum tíma í dag með öllum samfélagsmiðlunum. „Það eru allir með selfie og alla filterana og þetta snýst svo mikið um að fá læk og allir vilja vera svo perfekt en maður veit að allir þurfa að takast á við eitthvað erfitt. Það lifir enginn fullkomnu lífi, akkúrat enginn. Sama hver það er, það þurfa allir að takast á við eitthvað og mér finnst svo mikilvægt að vera stundum bara svolítið einlægur og koma til dyranna eins og maður er klæddur. Paper er myndlíking um tilfinningar og sálina í manni. Þú getur tekið pappír og rifið hann, brennt hann, búið til fallegt listaverk úr honum. Bæði góða og slæma hluti.“Svala segir að kvíðinn hennar hafi á tímabili verið það slæmur að hún gat varla farið út úr húsi. „Það sem mér fannst mikilvægast var að þegar ég byrjaði að tala opinskátt um þetta við fjölskyldu, vini og svo opinberlega við fjölmiðla, þá fann ég einhvern veginn að ég væri bara búin að sleppa þessu frá mér og ég var ekki að lifa í þessari skömm. Maður er oft með móral yfir því að maður sé ekki fullkomin og með allt á hreinu. Það er allt í lagi að tala um þetta og það gerir þig ekkert veikari. Þetta er boðskapur sem mig langar að dreifa úti með laginu og segja bara nákvæmlega hvað ég hef gengið í gegnum.“ Hún segir tónlistina hafa hjálpað sér mikið í baráttunni við kvíðann.Öryggistaðurinn er tónlistin„Ég hef verið að syngja rosalega lengi. Mér líður eiginlega alltaf langbest þegar ég er að semja, syngja eða öllu sem tengist tónlist. Þar er mesta öryggið og minn öryggisstaður. Þá finn ég fyrir einhverju tilgangi og hver ég er. Þegar ég hef verið á erfiðum stað hef ég notað tónlistina til að semja um það. Ég hef notað tónlistina sem einskonar meðferð við kvíðanum. Ég hef túrað um allan heim og þurft að fara á svið í bullandi kvíðakasti og ég hef bara farið út og sungið í gegnum það. Svo kem ég af sviðinu og mér líður eins og ég hafi farið til læknis, bara eins og ég hafi verið að öskra þessu út.“ Svala var spurð út í það hvaða lag væri uppáhalds Eurovision lagið hennar og kom þá í ljós að það væri ekki lagið Núna eftir Björgvin Halldórsson, en eins og svo margir vita þá er hann faðir Svölu. „Sem krakki var lagið með Celine Dion uppáhalds en í dag er það líklega lagið Euphoria með Loreen. Hún er frábær og þegar ég sá hana vinna þessa keppni hugsaði ég með mér að þetta væri alvöru vettvangur til að koma sér áfram í þessum bransa.“ Hún segist hafa verið með smá fordóma fyrir Eurovision áður fyrr. „Ég var svolítið too cool for school og fannst þetta ekki nægilega töff á sínum tíma. Mér fannst ég eitthvað ekki nægilega mikill listamaður að taka þátt í þessu, en svo bara fara þessir fordómar af manni af því að ég hafði alltaf svo lúmskt gaman af þessu. Var alltaf að horfa á þetta, en sagði engum frá því. Þetta er orðið mun flottari keppni líka. Þetta var alveg pínu hallærislegt á níunda og tíunda áratuginum.“Eiginmaður í lykilhlutverki Svala segir að hún hafi verið með fimm aðila úr Gospelkór Fíladelfíu í bakröddum baksviðs þegar hún flutti lagið og býst hún fastlega við því að svo verði í Úkraínu. Svala gaf á dögunum út tónlistarmyndband við lagið Paper en Einar Egilsson, eiginmaður Svölu, sá um leikstjórn og klippingu. „Hann gerir öll myndböndin fyrir Steed Lord og Blissful og hann er bara með þrjá heila einhverstaðar geymda,“ segir Svala en það var greinilegt að Einar bar tilfinningarnar utan á sér á laugardagkvöldið. Einar táraðist í miðju viðtali við Ranghildi Steinunni þegar hann lýsti því hversu stoltur hann væri af Svölu. „Hann sagði við mig áður en hún kom að hann treysti sér varla í þetta viðtal, hann var svo hræddur um að fara að gráta. Hann er alltaf voðalega yfirvegaður en með svo mikið bangsahjarta inni í sér. Hann brotnar mjög auðveldlega niður og elskar mig svo mikið og ég elska hann svo mikið. Við erum búin að vera saman frá því að við vorum unglingar. Þetta er lag sem við sömdum saman um það hvað ég hef gengið í gegnum, og hann hefur gengið í gegnum með mér. Þetta er bara svo mikið persónulegt að auðvitað er hann nálægt því að fara að grenja.“ Svala endar viðtalið á þessum orðum: „Takk allir sem kusu mig. Það er voðalega erfitt að lýsa því hversu þakklát ég er og hversu miklu máli þetta skipti fyrir mig. Það er ekki eitthvað sem ég tek sjálfsagt. Það virkilega fór alveg inn í hjartað og ég mun aldrei gleyma því.“Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sautjánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.Poppkastið
Eurovision Poppkastið Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Þjóðin var nokkuð viss í sinni sök. 13. mars 2017 10:16 Svala gefur út myndband við lagið Paper Lagið er framlag Svölu til Söngvakeppninnar í ár en úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. 11. mars 2017 15:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56
Svala gefur út myndband við lagið Paper Lagið er framlag Svölu til Söngvakeppninnar í ár en úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. 11. mars 2017 15:18