Erlent

Rutte: Holland hafnaði popúlisma

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mark Rutte.
Mark Rutte. vísir/epa
Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, fagnaði sigri í nótt þegar ljóst var að flokkur hans, Frelsis- og lýðræðisflokkurinn, fékk flest atkvæði í þingkosningunum í gær. Flokkurinn náði 33 þingmönnum inn en 150 þingsæti voru boði.

Þjóðernispopúlistaflokkur Geert Wilders mældist næst stærstur með rúmlega 13 prósenta fylgi og 20 þingmenn. Hann bætti þannig við sig fimm þingsætum, en um tíma virtist stefna í að flokkurinn myndi bæta við sig miklu fylgi.

Kristilegir demókratar og Frjálslegir demókratar fengu nítján sæti hvor, og Græni vinstriflokkurinn bætti við sig tíu þingsætum og eru nú kominn með fjórtán þingmenn. Þá geldur Verkamannaflokkurinn afhroð í kosningunum, en hann tapaði 29 þingmönnum og er nú með níu menn á þingi.

Mark Rutte segir að með sigri sínum hafi Holland hafnað popúlisma. Hollendingar vilji halda sig  á sömu braut; halda landinu öruggu, stöðugu og blómstrandi.

Geert Wilders gaf það út á á Twitter-síðu sinni að flokkurinn hefði unnið ákveðinn sigur með því að ná að bæta við sig þingmönnum. Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir honum að hann sé tilbúinn til þess að vinna með hvaða flokki sem er í samsteypustjórn.

graphic news

Tengdar fréttir

Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders

Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×