Eftirsótt tískumerki í sölu á Instagram Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. mars 2017 09:45 Þeir Pétur og Stefán eru miklir áhugamenn um tísku. Vísir/Eyþór Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT
Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira