Schalke kom til baka og komast áfram á útivallarmörkum | Átta liða úrslit Evrópudeildarinnar klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 22:15 Benedikt Hoewedes og félagar í liði Schalke fagna sætinu í átta liða úrslitunum. vísir/getty Það er klárt hvaða lið komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í ár en það varð endanlega ljóst eftir leiki kvöldsins en þá fóru fram seinni leikir sextán liða úrslitanna. Enska liðið Manchester United, hollenska liðið Ajax og franska liðið Lyon voru meðal þeirra liða sem komust áfram en mikið gekk á í slag þýsku liðanna Mönchengladbach og Schalke. Roma vann Lyon 2-1 á heimavelli í kvöld en það dugði skammt því franska liðið vann 5-4 samanlagt. Ítalska liðið pressaði í lokin en náði ekki markinu sem hefði komið liðinu áfram. Hollenska liðið Ajax sló út danska liðið FC Kaupmannahöfn eftir 2-0 sigur í kvöld en Ajax vann 3-2 samanlagt. Það var hinn efnilegi Dani Kasper Dolberg sem skoraði markið sem sendi landa hans út úr keppninni. Schalke lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en kom til baka á útivelli á móti Mönchengladbach og tryggði sér 2-2 jafntefli. Mörkin dugðu Schalke sem komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum með því að skora eina markið á 70. mínútu. United vann samanlagt 2-1.Úrslitin í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar:Krasnodar - Celta 0-2 (samanlagt: 1-4) 0-1 Hugo Mallo (52.), 0-2 Iago Aspas (80.)Besiktas - Olympiakos 4-1 (samanlagt: 5-2) 1-0 Vincent Aboubakar (10.), 2-0 Ryan Babel (22.), 2-1 Tarik Elyounoussi (31.), 3-1 Ryan Babel (75.), 4-1 Cenk Tosun (84.)Genk - Gent 1-1 (samanlagt: 6-3) 1-0 Timothy Castagne (20.), 1-1 Louis Verstraete (84.)Anderlecht - APOEL 1-0 (samanlagt: 2-0) 1-0 Frank Acheampong (65.).Roma - Lyon 2-1 (samanlagt: 4-5) 0-1 Mouctar Diakhaby (16.), 1-1 Kevin Strootman (17.), 2-1 Sjálfsmark (60.).Ajax - FC Kaupmannahöfn 2-0 (samanlagt: 3-2) 1-0 Bertrand Traoré (23.), 2-0 Kasper Dolberg (45.+3).Mönchengladbach - Schalke 2-2 (samanlagt: 3-3, Schalke á útivallarmörkum) 1-0 Andreas Christensen (26.), 2-0 Mahmoud Dahoud (45.+2), 2-1 Leon Goretzka (54.), 2-2 Nabil Bentaleb (68.).Man. United - Rostov 1-0 (samanlagt: 2-1) 1-0 Juan Mata (70.). Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Það er klárt hvaða lið komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í ár en það varð endanlega ljóst eftir leiki kvöldsins en þá fóru fram seinni leikir sextán liða úrslitanna. Enska liðið Manchester United, hollenska liðið Ajax og franska liðið Lyon voru meðal þeirra liða sem komust áfram en mikið gekk á í slag þýsku liðanna Mönchengladbach og Schalke. Roma vann Lyon 2-1 á heimavelli í kvöld en það dugði skammt því franska liðið vann 5-4 samanlagt. Ítalska liðið pressaði í lokin en náði ekki markinu sem hefði komið liðinu áfram. Hollenska liðið Ajax sló út danska liðið FC Kaupmannahöfn eftir 2-0 sigur í kvöld en Ajax vann 3-2 samanlagt. Það var hinn efnilegi Dani Kasper Dolberg sem skoraði markið sem sendi landa hans út úr keppninni. Schalke lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en kom til baka á útivelli á móti Mönchengladbach og tryggði sér 2-2 jafntefli. Mörkin dugðu Schalke sem komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum með því að skora eina markið á 70. mínútu. United vann samanlagt 2-1.Úrslitin í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar:Krasnodar - Celta 0-2 (samanlagt: 1-4) 0-1 Hugo Mallo (52.), 0-2 Iago Aspas (80.)Besiktas - Olympiakos 4-1 (samanlagt: 5-2) 1-0 Vincent Aboubakar (10.), 2-0 Ryan Babel (22.), 2-1 Tarik Elyounoussi (31.), 3-1 Ryan Babel (75.), 4-1 Cenk Tosun (84.)Genk - Gent 1-1 (samanlagt: 6-3) 1-0 Timothy Castagne (20.), 1-1 Louis Verstraete (84.)Anderlecht - APOEL 1-0 (samanlagt: 2-0) 1-0 Frank Acheampong (65.).Roma - Lyon 2-1 (samanlagt: 4-5) 0-1 Mouctar Diakhaby (16.), 1-1 Kevin Strootman (17.), 2-1 Sjálfsmark (60.).Ajax - FC Kaupmannahöfn 2-0 (samanlagt: 3-2) 1-0 Bertrand Traoré (23.), 2-0 Kasper Dolberg (45.+3).Mönchengladbach - Schalke 2-2 (samanlagt: 3-3, Schalke á útivallarmörkum) 1-0 Andreas Christensen (26.), 2-0 Mahmoud Dahoud (45.+2), 2-1 Leon Goretzka (54.), 2-2 Nabil Bentaleb (68.).Man. United - Rostov 1-0 (samanlagt: 2-1) 1-0 Juan Mata (70.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira