Poppað lag með texta frá Högna Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. mars 2017 10:00 Ásgeir verður meira minna á ferð og flugi það sem eftir lifir árs en mun þó til að mynda spila á Airwaves. Vísir/Anton Brink Ásgeir, áður Ásgeir Trausti, sendir frá sér glænýtt lag í dag af nýjustu plötunni sinni Unbound sem kemur út í maí. Lagið ber titilinn Stardust. Sú nýbreytni hefur orðið að það er Högni Egilsson sem sér um textagerð en ekki Einar Georg, faðir Ásgeirs, eins og iðulega. „Þetta er aðeins öðruvísi en það eru einhver element svipuð. Það eru þarna kassagítarar og svona – en mestmegnis er þetta elektrónískt – þetta er líka frekar poppað, pínu syntapopp í þessu,“ segir Ásgeir sem gefur í dag, klukkan hálf tvö, út nýtt lag – Stardust. Lagið er síngúll af komandi plötu Ásgeirs en hún mun vera titluð Afterglow og er væntanleg þann fimmta maí. Áður hafði komið út lagið Unbound en það hefur rakað inn spilunum á Spotify og stendur núna í sirka 1,2 milljónum hlustana. Blaðamaður spyr Ásgeir hvort þetta sé stuðlagið á plötunni og hann svarar því svo að það megi alveg kalla Stardust það. Annað sem er kannski öðruvísi við þetta lag en önnur lög Ásgeirs er að Högni Egilsson sér um að semja textann í þetta sinn en ekki Einar Georg, faðir Ásgeirs, sem yfirleitt hefur séð um þá hlið. „Ætli ég hafi ekki gert þetta lag sumarið 2015 og við höfðum verið að vesenast með texta fyrir það í svolítinn tíma, alveg nokkra en það var einhvern veginn aldrei almennilega að virka. Við ákváðum því að heyra í Högna, svona upp á að prófa að fá einhvern annan og líka vegna þess að ég hef í gegnum tíðina verið aðdáandi þess sem hann hefur gert. Hann sló til og gerði texta. Síðan kíkti hann upp í stúdíó og við fórum yfir þetta saman. Okkur fannst þetta koma best út með hans texta.“ Ásgeir segir plötuna tilbúna og hann hefur staðið í ströngu við að kynna gripinn síðustu vikurnar, hann var í Hollandi, Bretlandi og Belgíu að kynna hana og heldur út innan skamms í aðra lotu af kynningum – Danmörk, Asía og Ástralía eru komnar inn á planið. Annars segir hann upptökur hafa gengið vel, hann tók sér góðan tíma í þær enda hefur hann verið nánast á stöðugu ferðalagi síðan Dýrð í dauðaþögn kom út og því ekki unnist neitt alltof mikill tími til stúdíóvinnu. Í maí heldur Ásgeir út í tónleikaferðalag sem mun „aðeins“ taka um ár í þetta sinn og mun hann heimsækja stóran hluta heimsins. Við Íslendingar fáum þó aðeins að berja hann augum; hann spilar á Airwaves og segist ætla að reyna að kreista út nokkra tónleika fyrir okkur, fólkið hér heima. Stardust verður frumspilað á tónlistarvefnum Consequence of Sound klukkan 13.30 í dag.Högni er alltaf með geggjaðar pælingar í gangi. Vísir/GVAHögni Egilsson um textann„Það er örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar. Þú skolast til og litirnir gætu orðið grárri og grárri. Það er áhætta að gefa sig og líkurnar á því að ávinningurinn sé þess virði eru ekki miklar. Manneskjan fórnar því eina sem skapað hefur henni tilveru. Allar þessar tilfinningar sem hafa hjálpað henni að finna til falla ásamt augnlokunum til jarðar því tilraun morgundagsins um endurreisn, göfgi og sálarvind verður aðeins raunveruleg ef úr verður samkomulag. En það þarfnast biðlundar og þols. Það er söngurinn sem sunginn er, skilningur og tími eru ekki leikmunir á sviði heldur dýrmætar gjafir sem ástleitinn piltur ber með sér í vonleysi. Og það gerir hann dapran og fagran. Og um leið ríkan. Því hann á heima á stóru engi þar sem heimurinn fellur í hvert skipti sem augun lokast og varirnar snertast, þær gera það þangað til sólin rís á ný. Allt annað (í þessum heimi) er bara ryð og stjörnuryk.“Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ásgeir sem var tekið á Bylgjunni í morgun. Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Ásgeir, áður Ásgeir Trausti, sendir frá sér glænýtt lag í dag af nýjustu plötunni sinni Unbound sem kemur út í maí. Lagið ber titilinn Stardust. Sú nýbreytni hefur orðið að það er Högni Egilsson sem sér um textagerð en ekki Einar Georg, faðir Ásgeirs, eins og iðulega. „Þetta er aðeins öðruvísi en það eru einhver element svipuð. Það eru þarna kassagítarar og svona – en mestmegnis er þetta elektrónískt – þetta er líka frekar poppað, pínu syntapopp í þessu,“ segir Ásgeir sem gefur í dag, klukkan hálf tvö, út nýtt lag – Stardust. Lagið er síngúll af komandi plötu Ásgeirs en hún mun vera titluð Afterglow og er væntanleg þann fimmta maí. Áður hafði komið út lagið Unbound en það hefur rakað inn spilunum á Spotify og stendur núna í sirka 1,2 milljónum hlustana. Blaðamaður spyr Ásgeir hvort þetta sé stuðlagið á plötunni og hann svarar því svo að það megi alveg kalla Stardust það. Annað sem er kannski öðruvísi við þetta lag en önnur lög Ásgeirs er að Högni Egilsson sér um að semja textann í þetta sinn en ekki Einar Georg, faðir Ásgeirs, sem yfirleitt hefur séð um þá hlið. „Ætli ég hafi ekki gert þetta lag sumarið 2015 og við höfðum verið að vesenast með texta fyrir það í svolítinn tíma, alveg nokkra en það var einhvern veginn aldrei almennilega að virka. Við ákváðum því að heyra í Högna, svona upp á að prófa að fá einhvern annan og líka vegna þess að ég hef í gegnum tíðina verið aðdáandi þess sem hann hefur gert. Hann sló til og gerði texta. Síðan kíkti hann upp í stúdíó og við fórum yfir þetta saman. Okkur fannst þetta koma best út með hans texta.“ Ásgeir segir plötuna tilbúna og hann hefur staðið í ströngu við að kynna gripinn síðustu vikurnar, hann var í Hollandi, Bretlandi og Belgíu að kynna hana og heldur út innan skamms í aðra lotu af kynningum – Danmörk, Asía og Ástralía eru komnar inn á planið. Annars segir hann upptökur hafa gengið vel, hann tók sér góðan tíma í þær enda hefur hann verið nánast á stöðugu ferðalagi síðan Dýrð í dauðaþögn kom út og því ekki unnist neitt alltof mikill tími til stúdíóvinnu. Í maí heldur Ásgeir út í tónleikaferðalag sem mun „aðeins“ taka um ár í þetta sinn og mun hann heimsækja stóran hluta heimsins. Við Íslendingar fáum þó aðeins að berja hann augum; hann spilar á Airwaves og segist ætla að reyna að kreista út nokkra tónleika fyrir okkur, fólkið hér heima. Stardust verður frumspilað á tónlistarvefnum Consequence of Sound klukkan 13.30 í dag.Högni er alltaf með geggjaðar pælingar í gangi. Vísir/GVAHögni Egilsson um textann„Það er örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar. Þú skolast til og litirnir gætu orðið grárri og grárri. Það er áhætta að gefa sig og líkurnar á því að ávinningurinn sé þess virði eru ekki miklar. Manneskjan fórnar því eina sem skapað hefur henni tilveru. Allar þessar tilfinningar sem hafa hjálpað henni að finna til falla ásamt augnlokunum til jarðar því tilraun morgundagsins um endurreisn, göfgi og sálarvind verður aðeins raunveruleg ef úr verður samkomulag. En það þarfnast biðlundar og þols. Það er söngurinn sem sunginn er, skilningur og tími eru ekki leikmunir á sviði heldur dýrmætar gjafir sem ástleitinn piltur ber með sér í vonleysi. Og það gerir hann dapran og fagran. Og um leið ríkan. Því hann á heima á stóru engi þar sem heimurinn fellur í hvert skipti sem augun lokast og varirnar snertast, þær gera það þangað til sólin rís á ný. Allt annað (í þessum heimi) er bara ryð og stjörnuryk.“Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ásgeir sem var tekið á Bylgjunni í morgun.
Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira