Mætti með bjór í stúkuna og setti út á holdafar liðsmanns Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 15:48 Keflavík lagði Val á heimavelli í gær.Myndin er úr eldri leik. vísir/myndasafn Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira