Mætti með bjór í stúkuna og setti út á holdafar liðsmanns Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 15:48 Keflavík lagði Val á heimavelli í gær.Myndin er úr eldri leik. vísir/myndasafn Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017 Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum