Nýta aðrar aðferðir við miðlum þekkingar Magnús Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 11:30 Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, ráðstefnustjóri Hugarflugs Listaháskóla Íslands. Visir/Vilhelm Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og verður nú haldin í sjötta sinn. Ráðstefnan sem hefst í dag er öllum opin og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir ráðstefnustjóri segir að Hugarflug sé mikilvægur liður í að byggja upp rannsóknarvettvang á sviði lista og menningar hér á landi. „Í ár erum við með ákveðna áherslubreytingu sem felst í því að við leitumst við að lyfta upp listrænni dagskrá. Erum sem sagt ekki bara að miðla rannsóknum og þekkingu í orði í formi fyrirlestra heldur líka með listrænum verkum. Við erum því með mun fjölbreyttari dagskrá en verið hefur, það er meira um gjörninga, sýningar, innsetningar, vídeóverk, hljóðverk, dansverk og margt fleira sem er fléttað inn í dagskrána í bland við hefðbundnari málstofur þar sem fólk leggur fram þekkingu í orði. Þetta er eitthvað sem við erum vissulega ánægð með og spennt fyrir að sjá hvernig þetta á eftir að koma út, og er í samræmi við þróun listrannsókna í þeim listaháskólum sem við berum okkur saman við.“ Hugarflug skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður. Ólöf Gerður segir að það hafi líka verið ákveðið að kalla í fyrsta skipti eftir þátttöku út frá tilteknu þema. „Í ár er þemað minni og við vildum ekki þrengja það neitt sérstaklega að svo stöddu. Vildum frekar kalla eftir ólíkum nálgunum á þetta hugtak. Það getur verið fagurfræðilegt, pólitískt, listrænt, sögulegt og eins út frá hinum ýmsu fræðum og kenningum. En líka bara hvernig listamenn sjálfir vinna með hugtakið minni. Það getur verið hvort heldur sem er persónulegt eða stór söguleg minni eins og t.d. varðandi umhverfismál. Við erum með til að mynda málstofur og framsetningu á verkum sem hafa með umhverfismál að gera og lífheiminn í stóru samhengi. Allt er þetta tengt við minnið eins og t.d. hvernig jarðlög geyma sögulegt minni um loftslagsbreytingar og þá eru listamenn að vinna út frá því í sínum verkum. Aðrir eru svo að vinna með hvernig hlutir ferðast með sjávarstraumum og gera verk út frá því. En svo má einnig nefna að þátttakendur eru talsvert að vinna með hvernig minni er fólgið í líkama okkar. Svokallað líkamlegt og efnislegt minni en það er mjög áhugaverður vinkill því það er hvorki skrifað í sögubækur né greipt í persónulegt minni heldur hluti af manneskjunni – líkama hennar. Sumt er nefnilega erfitt að segja með orðum og þá er gott að geta gripið til gjörnings eða aðferða sviðslistanna til þess að geta fjallað um það. Ólöf Gerður segir að það sé Listaháskólanum mikilvægt að skapa sér rými innan hins almenna þekkingar- og fræðasamfélags, ekki síst vegna lágra fjárframlaga til rannsókna og slæmrar stöðu hvað varðar rannsóknafé úr samkeppnissjóðum. „Fyrst og fremst eru það hefðbundnir háskólar sem leggja fram rannsóknarverkefni í formi texta eða talaðs orðs. En við erum að benda á aðrar leiðir til þess að stunda rannsóknir og þá í gegnum listsköpunarferlið sjálft. Í gegnum meðhöndlun efnislegra eiginda eða með aðferðum listanna eins og t.d. sviðlistirnar gera. Í ofanálag eru listamenn líka að stuðla að annars konar aðferðum við miðlun þekkingar, sem byggja á skynrænum, efnislegum og líkamlegum leiðum. Þetta er grundvallarforsenda þess að við erum að efna til svona ráðstefnu og leitumst við að gera okkur gildandi í fræðasamfélaginu. Á sama tíma viljum við gjarnan eiga í samræðu við fræðimenn úr öðrum fögum, sem einmitt taka þátt í ráðstefnunni og við teljum að þetta sé góð leið til þess að fjalla um samfélagið á gagnrýninn, þverfaglegan og uppbyggilegan hátt.“ Þess má geta að myndlistarmaðurinn Charles Gaines flytur opnunarfyrirlestur Hugarflugs, en hann er þekktur fyrir verk sem velta upp spurningum um tengsl fagurfræði og stjórnmála, hugmyndafræðileg kerfi og tungumál. Sem listamaður og prófessor við California Institute of the Arts í Los Angeles hefur hann um árabil stundað rannsóknir á tengslum tungumáls og tónlistar, og eru verk hans Manifestos unnin út frá því viðfangsefni. Ráðstefnan er öllum opin, engin þörf á að skrá sig en dagskrána má nálgast á vefsíðu Hugarflugs og svo er prentuð dagskrá á staðnum og að sjálfssögðu allir velkomnir. Sjá nánar á lhi.is/hugarflug.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. mars. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og verður nú haldin í sjötta sinn. Ráðstefnan sem hefst í dag er öllum opin og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir ráðstefnustjóri segir að Hugarflug sé mikilvægur liður í að byggja upp rannsóknarvettvang á sviði lista og menningar hér á landi. „Í ár erum við með ákveðna áherslubreytingu sem felst í því að við leitumst við að lyfta upp listrænni dagskrá. Erum sem sagt ekki bara að miðla rannsóknum og þekkingu í orði í formi fyrirlestra heldur líka með listrænum verkum. Við erum því með mun fjölbreyttari dagskrá en verið hefur, það er meira um gjörninga, sýningar, innsetningar, vídeóverk, hljóðverk, dansverk og margt fleira sem er fléttað inn í dagskrána í bland við hefðbundnari málstofur þar sem fólk leggur fram þekkingu í orði. Þetta er eitthvað sem við erum vissulega ánægð með og spennt fyrir að sjá hvernig þetta á eftir að koma út, og er í samræmi við þróun listrannsókna í þeim listaháskólum sem við berum okkur saman við.“ Hugarflug skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður. Ólöf Gerður segir að það hafi líka verið ákveðið að kalla í fyrsta skipti eftir þátttöku út frá tilteknu þema. „Í ár er þemað minni og við vildum ekki þrengja það neitt sérstaklega að svo stöddu. Vildum frekar kalla eftir ólíkum nálgunum á þetta hugtak. Það getur verið fagurfræðilegt, pólitískt, listrænt, sögulegt og eins út frá hinum ýmsu fræðum og kenningum. En líka bara hvernig listamenn sjálfir vinna með hugtakið minni. Það getur verið hvort heldur sem er persónulegt eða stór söguleg minni eins og t.d. varðandi umhverfismál. Við erum með til að mynda málstofur og framsetningu á verkum sem hafa með umhverfismál að gera og lífheiminn í stóru samhengi. Allt er þetta tengt við minnið eins og t.d. hvernig jarðlög geyma sögulegt minni um loftslagsbreytingar og þá eru listamenn að vinna út frá því í sínum verkum. Aðrir eru svo að vinna með hvernig hlutir ferðast með sjávarstraumum og gera verk út frá því. En svo má einnig nefna að þátttakendur eru talsvert að vinna með hvernig minni er fólgið í líkama okkar. Svokallað líkamlegt og efnislegt minni en það er mjög áhugaverður vinkill því það er hvorki skrifað í sögubækur né greipt í persónulegt minni heldur hluti af manneskjunni – líkama hennar. Sumt er nefnilega erfitt að segja með orðum og þá er gott að geta gripið til gjörnings eða aðferða sviðslistanna til þess að geta fjallað um það. Ólöf Gerður segir að það sé Listaháskólanum mikilvægt að skapa sér rými innan hins almenna þekkingar- og fræðasamfélags, ekki síst vegna lágra fjárframlaga til rannsókna og slæmrar stöðu hvað varðar rannsóknafé úr samkeppnissjóðum. „Fyrst og fremst eru það hefðbundnir háskólar sem leggja fram rannsóknarverkefni í formi texta eða talaðs orðs. En við erum að benda á aðrar leiðir til þess að stunda rannsóknir og þá í gegnum listsköpunarferlið sjálft. Í gegnum meðhöndlun efnislegra eiginda eða með aðferðum listanna eins og t.d. sviðlistirnar gera. Í ofanálag eru listamenn líka að stuðla að annars konar aðferðum við miðlun þekkingar, sem byggja á skynrænum, efnislegum og líkamlegum leiðum. Þetta er grundvallarforsenda þess að við erum að efna til svona ráðstefnu og leitumst við að gera okkur gildandi í fræðasamfélaginu. Á sama tíma viljum við gjarnan eiga í samræðu við fræðimenn úr öðrum fögum, sem einmitt taka þátt í ráðstefnunni og við teljum að þetta sé góð leið til þess að fjalla um samfélagið á gagnrýninn, þverfaglegan og uppbyggilegan hátt.“ Þess má geta að myndlistarmaðurinn Charles Gaines flytur opnunarfyrirlestur Hugarflugs, en hann er þekktur fyrir verk sem velta upp spurningum um tengsl fagurfræði og stjórnmála, hugmyndafræðileg kerfi og tungumál. Sem listamaður og prófessor við California Institute of the Arts í Los Angeles hefur hann um árabil stundað rannsóknir á tengslum tungumáls og tónlistar, og eru verk hans Manifestos unnin út frá því viðfangsefni. Ráðstefnan er öllum opin, engin þörf á að skrá sig en dagskrána má nálgast á vefsíðu Hugarflugs og svo er prentuð dagskrá á staðnum og að sjálfssögðu allir velkomnir. Sjá nánar á lhi.is/hugarflug.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. mars.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira